8b_manneskja_full-staerdAldur – bekkur

8. bekkur

Tími

2-3×80 mín kennslustundir

Kveikja

Ef aðgangur er að skjávarpa er tilvalið að byrja á því að skoða Augað sem sér á Norska listavefnum. Nemendur skoða auk þess myndir og skúlptúra sem sýna mismunandi sýn og útfærslu listamanna á mannslíkamanum í listaverkum sýnum eins og t.d. listamennirnir Niki de Saint Phalle, Keith Haring, Picasso, Matisse (klippimyndir) o.fl..

Framkvæmd

Nemendur vinna í pörum og hjálpast að við að teikna hvort annað á stórar arkir af maskínupappír t.d. með hjálp myndvarpa eða með því að leggjast á pappírinn á gólfinu. Nemendur eiga að velja sér lifandi stellingu og þegar búið er að teikna útlínurnar vinnur hver nemandi sína mynd áfram (nemendur geta þó haldið áfram að vinna saman í pörum ef þeir vilja). Nemendur útfæra sína mynd á sinn hátt, breyta og laga að eigin hugmyndum.  Síðan mála nemendur myndirnar t.d. í skærum litum eða með lifandi mynstri allt eftir útfærslu. Myndirnar eru síðan klipptar út og hengdar upp til sýnis.

Myndir – mynddæmi – tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • vinni mynd af andliti og mannslíkamanum í tvívídd og þrívídd
 • geri sér grein fyrir heildarbyggingu mannslíkamans og geti gert samanburð á hlutföllum og stærðum eftir mælingum
 • geri sér grein fyrir mismunandi sýn listamanna á mannslíkamann á ólíkum skeiðum listasögunnar
 • geri óhefðbundnar og einfaldar myndir af mannslíkamanum
 • fái tækifæri til að nota mismunandi tæknilega miðla s.s. myndvarpa

Undirbúningur

 • Taka til mynddæmi, efni og áhöld í verkefnið.

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Maskínupappír
 • Teikniblýantar (mjúkir)
 • Þekjulitir
 • Penslar
 • Skæri

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd