8b_gifsfolk8b_mann_vir_gifsAldur/bekkur

8. bekkur

Tími

3-6×80 mín kennslustundir

Framkvæmd

Manneskja er gerð í réttum hlutföllum og notast er við hlutföllinn hæð = 8 höfuð. Áður en byrjað er að móta vírinn er gott að gera skissu í sömu stærð og manneskjan verður í (sjá verkefnið Hlutföll mannslíkamans). Ágætt er að hafa manneskjuna 32 cm og þá er höfuðið 4 cm.

Aðferðin við að móta vírinn er sýnd á meðfylgjandi skýringarmynd. Notaðar eru dagblaðaræmur (eða álpappír)  til að vefja utan um vírinn og móta líkamsbyggingu, líkamsstellingu,  fatnað o.þ.h. Málningarteip er notað til að festa ræmurnar og til að jafna yfirborðið. Búinn er til grunnur úr bylgjupappa (stærð ca 10 x 10cm) sem fígúran er fest vel við með málningarteipi. Líka má búa til grunn úr frauðplasti en þá þarf að hafa fæturnar á manneskjunni aðeins lengri og stinga þeim í frauðplastið áður en fígúran er gifsuð . Síðan er fígúran og grunnurinn klædd þétt með gifsgrisju sem klippt er niður í búta eftir þörfum. Passað er upp á að fara vel yfir samskeyti og slétta vel úr gifsinu. Þegar gifsið er þurrt er fígúran máluð með.

Myndir – mynddæmi

8b_Manneskja_vir_hlutf_skyringSkýringarmynd

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • vinni mynd af andliti og mannslíkamanum í tvívídd og þrívídd
 • geri sér grein fyrir heildarbyggingu mannslíkamans og geti gert samanburð á hlutföllum og stærðum eftir mælingum

Undirbúningur

 • Útbúa sýnishorn
 • Taka til efni og áhöld

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Skýringarmynd – PDF skjal til útprentunar
 • Mótanlegur vír (mótavír, fæst í byggingavöruverslunum)
 • Dagblöð eða álpappír
 • Málningarteip
 • Bylgjupappi eða frauðplast
 • Gifsgrisja
 • Akrílmálning
 • Penslar
 • Ýmislegt: t.d. garn í hár, efni í föt o.þ.h.

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd