Aldur – bekkur

8. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Nemendum sýnd mynddæmi af landslagi og rifjað upp það sem þeir kunna í sambandi við fjarvídd og dýpt, s.s. sjónhæðarlínu, hvarfpunkt, forgrunn, miðrými, bakgrunn, rýmissköpun með stærðarhlutföllum, skörun, litum o.fl..

Einnig mætti sýna nemendum skemmtileg dæmi af Artist’s Toolkit eins og Depth (út frá myndinni hér til hliðar) og Linear & Aerial perspective þar sem allir framangreindir þættir eru sýndir.

South Beach Bathers eftir John Sloan
(1907-08). Mynd af
The Artchive.

Nemendur eiga í verkefninu að notfæra sér ofangreinda þætti til að búa til mynd af manneskju eða manneskjum í ákveðnu rými.

Framkvæmd

Nemendur blaða í gegnum tímarit og velja sér myndi af manneskjum og hlutum og klippa út. Þeir ákveða síðan hvar og í hvers konar umhverfi manneskjurnar eiga að vera. Umhverfið teikna þeir á stórt blað. Á umhverfismyndinni á koma fram sjónhæðarlína og hvarfpunktur. Úrklippunum er síðan raðað á umhverfismyndina þannig að staðsetning, stærðarhlutföll og skaranir mynda trúverðuga heild og rýmistilfinningu. Áður en úrklippurnar eru límdar á umhverfisteikninguna er hún lituð og/eða máluð og þá þarf að hafa í huga áhrif lita á rýmissköpun.

Þar sem þetta verkefni tekur a.m.k. 2×80 mín. kennslustundir er gott að láta nemendur fá plastumslög til að geyma úrklippurnar í milli tíma.

Myndir – mynddæmi

Stræti Parísar í rigningu eftir Gustave Caillebotte. Mynd af Wikimedia Commons.

Nátthrafnar (Nighthawks) eftir Edward Hopper (1942). Mynd af Wikipedia.

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • vinni mynd af manneskju í ákveðnu rými

Undirbúningur

  • Safna og hafa til staðar alls kyns tímarit og blöð sem má klippa út úr

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Pappír (ca 32 x 45 cm eða A3)
  • Tímarit og blöð
  • Blýantar (og strokleður ef þarf)
  • Trélitir
  • Skæri
  • Límstifti

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd