u.þ.b. 500-1150

FOR-RÓMANSKUR STÍLL
Á 6. – 11. öld ríktu konungsættir Mervíkinga, Karlunga og Ottónída í Mið-Evrópu (Frakklandi, Þýskalandi). List þeirra ber engin afgerandi einkenni en er undir áhrifum frá ýmsum stílum s.s. írsk-saxneska eyjastílnum, síð-rómverskra stílnum,  frumkristinni og býsanskri list. Sjá mynddæmi á Wikipedia: Pre-Romanesque Art.

Maria-LaachMynd af Maria Laach klaustri í norðvestur Þýskalandi. Mynd af  vefsíðunni Sacred Destinations.

RÓMANSKUR STÍLL
Á 11. og 12. öld renna ofangreindir stílar saman í rómanska stílinn sem breiðist út og verður ríkjandi í allri Evrópu. Rómanska stílsins gætir m.a. í byggingalist og helstu einkenni hans eru hringboginn, þykkir veggir, fáir gluggar og fábrotnar skreytingar. Rómanska stílinn má einnig sjá í höggmyndalist, bókaskreytingum og kirkjulegri list. Stíllinn var heldur klunnalegur enda ætluðu listamennirnir sér ekki að skapa sannfærandi raunsæi og fegurð heldur var markmiðið að miðla boðskap ritningarinnar. Þó er Bayeux refillinn dæmi um verk sem ekki var gert í trúarlegum tilgangi. Sjá mynddæmi á Wikipedia: Romanesque Art.

Romanesque-architecture

Mynd sem sýnir byggingarlist í rómönskum stíl. Hér sést hringboginn og hinir þykku veggir. Mynd af vefsíðunni Digilander.libero.it.

Tenglar:

Heimildir:

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd