u.þ.b. 1150-1500:

Boðun Maríu eftir Simone Martini, 1333. Mynd af Wikimedia Commons.

Upphaf gotneska stílsins má rekja til Norður-Frakklands á miðri 12. öld þegar húsameistarar reyndu að finna léttari lausnir á hinum klunnalega rómanska byggingastíl. Í stað hringbogans, sem var einkenni rómanska stílsins, var notuð ný tækni, svokölluð krossbogatækni.  Krossbogatæknin byggist á oddboga sem þarfnast minni styrkingar og þar með minna af byggingarefni. Oddboginn er eitt helsta kennimerki gotneska stílsins og hann gerði það að verkum að hægt var að hafa glugga t.d. í kirkjum stóra og steinda. Skreytingar á og í kirkjunum, kirkjumunum og gluggum urðu íburðarmeiri en um leið léttari, loftkenndari og meira lifandi.  Myndefnið var enn sem áður trúarlegur boðskapur og hann var ennþá  jafn skýr og auðskilinn.

Cathedral of Chartres

Dómkirkjan í Chartres í Frakklandi. Gott dæmi um gotneskan arkítektúr. Mynd af Wikimedia Commons.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir:

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd