ghdfAldur – bekkur

1. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Til að kveikja umræður eru nemendur spurðir að því hvort þeir viti hvað sjálfsmynd sé. Hugtakið sjálfsmynd (self portrait) er útskýrt fyrir nemendum með mynddæmum (nota t.d. google myndaleitina hér fyrir neðan).  Gott er hafa mynddæmi af mismunandi tagi m.t.t. tækni t.d. málverk,  teikningu, þrykk, ljósmynd, styttu o.fl. til að kynna þessi hugtök fyrir nemendum. Nemendur fá því næst spegil (t.d. stærðfræðispegil) og meðan þeir grandskoða andlit sín í speglinum er farið í gegnum öll hugtök sem tengjast höfðinu og andlitinu með því t.d. að teikna höfuð og andlit á töfluna. Gott er að fara í: lögun höfuðsins, staðsetningu og lögun augnanna svo og lit þeirra, lögun og lit andlits og hárs, augnhár, augabrúnir, enni, nef, munn, háls o.s.frv. Að lokum má sýna nemendum mynddæmi t.d. eftir aðra nemendur og um leið er farið í hvernig á að vinna verkefnið.

Framkvæmd

Nemendur fá A3 karton (hvítt eða andlitslitað eftir smekk) og byrja á að teikna höfuðið. Passa þarf að þeir teikni þau ekki of lítil en það er tilhneiging hjá flestum. Því næst teikna þeir allt sem á að vera á höfðinu þ.e. augu (ekki gleyma augasteinum, lithimnu og hvítu), augnhár, augabrúnir, nef, nasir, nasavængi, munn (lokaðan eða brosandi og þá þarf að muna eftir tönnum og jafnvel tungu), eyru, hár, háls og axlir. Fylgjast þarf með og hjálpa nemendum að muna eftir öllum atriðum. Síðan lita þeir með vaxlitum eða trélitum og fara ofan í útlínur með svörtum túss. Mála má bakgrunninn með vatnslitum eða þekjulitum. Útfærslur geta verið margs konar.

Myndir – mynddæmi


Teikning
Leonardi da Vinci u.þ.b. 1512.
Mynd af
Wikimedia Commons.


Þrykk
Rembrant van Rijn 1630.
Mynd af Wikimedia Commons.

Thorvaldsen_og_håbets_gudinde
Stytta –
Bertel Thorvaldsen 1839.
Mynd af Wikimedia Commons.


Málverk – Vincent van Gogh 1887.
Mynd af  Wikimedia Commons.

WarholSmallSelfPaint
Ljósmynd –
Andy Warhol 1967.
Mynd af vef Joseph K. Levene Fine Art, Ltd.

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni
 • þekki muninn á grunnformum og náttúrulegum formum
 • þekki mismunandi myndgerðir m.t.t. tækni, t.d. málverkteikninguþrykkljósmyndstyttu o.s.frv. í tengslum við það verkefni sem unnið er hverju sinni
 • fjalli um hvaða gildi myndverk getur haft fyrir hvern og einn
 • lýsi myndverki og skoðun sinni á því
 • læri vönduð vinnubrögð

Undirbúningur

 • Taka til efni og sýnishorn í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • speglar (t.d. stærðfræðispeglar)
 • 170-250 gr pappír (ca A3 eða 32x45cm)
 • blýantur (og strokleður ef þarf)
 • vaxlitir og/eða trélitir
 • vatnslitir og/eða þekjulitir (t.d. í bakgrunninn)
 • svartur tússlitur í útlínur (frekar sver, t.d. Artline 210 medium 0.6)

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd