03_04_1b_GrformAldur – bekkur

1. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Byrjað er á að sýna nemendum umferðamerki og útskýrt að þau séu tákn og hvað umferðamerkin þýði. Síðan er rætt um lögun þeirra, lit o.fl. Nemendum er einnig sýnt spjald með grunnformum og frumlitum og farið í gegnum hvað formin og litirnir heita. Spjöld með nöfnum eru sett við formin og litina um leið og þau koma fram. Nemendur reyna nú að finna grunnform og frumliti í kennslustofunni og umhverfinu. Því næst er þeim sýnt hvernig vinna eigi verkefnið og svo er hafist handa.

Framkvæmd

Nemendur fá hver um sig 1 A4 blað í hverjum frumlit fyrir sig. (Önnur útfærsla er að láta þau sjálf mála A4 blað í grunnlitunum en þá þarf að gera næstu stig verkefnisins í næsta tíma þegar málningin er þornuð.)

Nemendur nota skapalón til að teikna grunnformin 3 á frumlitablöðin og klippa þau út. Síðan búa nemendur til mynd að eigin vild úr sínum formum og líma á A3 karton.

Myndir – mynddæmi

 • Myndir – Verkefni nemenda í Borgaskóla

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • þekki hugtakið grunnform og geti beitt þeim í myndgerð
 • þekki frumlitina og geri einfaldar litablöndur
 • þjálfist í að klippa og líma
 • þjálfi fínhreyfingar með því að teikna eftir skapalóni

Undirbúningur

 • Taka til efni og sýnishorn í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Umferðamerkin til útprentunar
 • Litahringur til útprentunar (ef vill)
 • Grunnform og frumlitir (spjald til útprentunar og plöstunar)
 • Skapalón með grunnformunum
  Eitt sett á barn. Best er að ljósrita skapalónin á skólakarton (ef ljósritunarvélin þolir það). Nemendur geta notað hvort sem er formin sjálf eða negatífu formin.
 • Ljósritunarpappír eða skólakarton í frumlitunum
  Eitt blað í hverjum lit á nemanda
 • Blýantar (og strokleður ef þarf)
 • Skæri
 • Límstifti
 • A3 karton í hlutlausum lit til að líma formin á

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd

You must be logged in to post a comment.