Þrepamarkmið 1. bekkjar

Lögmál og aðferðir

Nemandi

 • vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og
 • ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni
 • þekki hugtakið grunnform og geti beitt því í myndgerð
 • þekki muninn á grunnformum og náttúrulegum formum
 • þekki frumlitina og geri einfaldar litablöndur
 • þekki mismunandi myndgerðir m.t.t. tækni, t.d. málverk, teikningu,
 • þrykk, ljósmynd, styttu o.s.frv. í tengslum við það verkefni sem unnið er hverju sinni
 • þekki hugtakið myndbygging og viti hvað er nálægð og fjarlægð
 • skilji mikilvægi þess að ganga frá verkefnum, efnum og áhöldum
 • geri sér grein fyrir verðmæti þeirra efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni

Sögulegt og félagslegt samhengi

Nemandi

 • þekki mismunandi myndir í umhverfi sínu, hlutverk þeirra og gerð; sem
 • dæmi um þetta má nefna myndir til að fegra umhverfið, myndir til að
 • varðveita augnablik, skýringarmyndir, auglýsingar, myndskreytingar o.s.frv.

Fagurfræði og rýni

Nemandi

 • fjalli um hvaða gildi myndverk getur haft fyrir hvern og einn lýsi myndverki og skoðun sinni á því

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd