Þrepamarkmið í myndlist í 6. bekk

Nemandi

Lögmál og aðferðir

 • noti módel og snið sem hluta af vinnuferli
 • kunni skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af vinnuferli
 • vinni með stærðir og hlutföll
 • geti sýnt fram á að stærðarhlutföll, skörun og litir hafi rýmisskapandi áhrif
 • blandi saman ólíkum efnum og noti margvíslega tækni í sömu mynd, s.k. blandaða tækni
 • geti unnið þrívíð verk sem sýni áhrif ljóss og skugga á form og áferð
 • viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins
 • geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd
 • þekki feril hönnunar frá hugmynd til vöru
 • geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum
 • geri sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með hverju sinni

Sögulegt og félagslegt samhengi

 • þekki tengsl hönnunar við eigin raunveruleika, þ.e.a.s. eigin fatnað, húsgögn, hjól, merki, tölvuleiki o.s.frv.
 • viti að litir hafa mismunandi þýðingu í lífi mannsins, bæði hvað varðar áhrif þeirra á tilfinningar og merkingu þeirra, t.d. sem tákn götuvitans, á vatnskrananum, í kirkjunni o.s.frv.
 • skoði mynddæmi um verk unnin í anda impressjónisma og geti lýst einkennum hans
 • skoði mynddæmi um verk unnin í anda expressjónisma og geti lýst einkennum hans
 • skoði mynddæmi um rýmislist (“land-art”, landslagsarkitektúr, byggingarlist og innsetningar)

Fagurfræði og rýni

 • vinni mynd með áherslu á tilfinningalega túlkun litarins
 • geti lýst munnlega og skriflega skoðun sinni á mynd; áhersla skal lögð á þætti s.s. myndlýsingu sem tekur til lögmála og aðferða myndlistarinnar og inntaks, þ.e. túlkunar innihalds
 • kanni mismunandi útfærslu impressjónista á ljósi og áhrifum þess, t.d. á yfirborð hluta, liti og litameðferð
 • kanni mismunandi útfærslu expressjónista á andófi gegn raunsæi og áherslu þeirra á innri sannindi, viðhorf og tilfinningar gagnvart raunveruleikanum
 • geti lagt rökstutt mat á hönnun í umhverfi sínu
 • geti lagt rökstutt mat á rýmislist í umhverfi sínu, s.s. skólalóð

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd