Þrepamarkmið í myndlist í 7. bekk

Nemandi

Lögmál og aðferðir

 • teikni hluti eftir fyrirmynd, s.s. uppstillingu og/eða umhverfisteikningu
 • þekki hugtakið fjölfelldi og a.m.k. eina grafíska aðferð, t.d. dúkristu
 • þekki samhengi grunnforma í tvívídd og þrívídd
 • vinni með form á fjölbreytilegan hátt með margs konar miðlum og tækni, t.d. einfalda, brjóta upp, þenja út og draga saman og teikna sama formið frá fleiru en einu sjónarhorni, m.a. með hjálp tölvu
 • þekki hugtakið fjarvídd og vinni einföld verk sem fela í sér notkun sjónhæðarlínu, hvarfpunkta, mismunandi sjónarhorna o.s.frv.
 • vinni skissur með áherslu á hvernig form, litir og myndbygging geta undirstrikað ákveðna þætti eða boðskap myndverks, t.d. með því að raða sömu formum upp á mismunandi vegu
 • geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum
 • geri sér grein fyrir eiginleikum og verðmæti efna sem unnið er með hverju sinni og áhrifum þeirra á umhverfið

Sögulegt og félagslegt samhengi

 • geti lýst á einfaldan hátt munnlega og skriflega helstu einkennum kúbismans og abstraktsins
 • þekki og geti fjallað um popplist og skoði mynddæmi af verkum sem unnin eru í þeim anda
 • þekki og geti fjallað um súrrealisma og skoði mynddæmi af verkum sem unnin eru í þeim anda
 • þekki hugtakið uppstilling og skoði mynddæmi af þeirri tegund myndverka
 • kanni byggingarsögu nánasta umhverfis

Fagurfræði og rýni

 • geti lýst munnlega og skriflega skoðun sinni á mynd; áhersla skal lögð á þætti s.s. myndlýsingu sem tekur til lögmála og aðferða myndlistarinnar og inntaks, þ.e. túlkunar innihalds
 • þekki og geti fjallað um mynddæmi um kúbisma, s.s. mismunandi einföldun og uppbrot forma, sjónarhorn og litanotkun
 • þekki og geti fjallað um mynddæmi sem sýni hvernig popplistamenn taka til meðferðar myndmál neysluþjóðfélags og fjölmiðlunar, t.d. myndasögur, auglýsingar og kvikmyndir, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.
 • þekki og geti fjallað um ýmis mynddæmi sem sýni hvernig súrrealistar leituðu inn á við til dulvitundar og tjáðu á sjálfsprottinn hátt heim drauma og ímyndunarafls
 • þekki og geti fjallað um mynddæmi sem sýna t.a.m. mismunandi útfærslur abstraktlistamanna á því hvernig áþreifanleg fyrirbæri geta breyst í meðförum listamanna í samræmt samspil lína, lita og forma

þekki hugtakið uppstilling og skilji hvað í því felst

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd