u.þ.b. 3100-300 f.Kr.

Veggmynd af Nefertari. Mynd af Wikipedia.

Veggmynd af Nefertari. Mynd af Wikipedia.

Í Norð-Austur Afríku rennur fljótið Níl til sjávar í Miðjarðarhafið. Á frjósömum bökkum fljótsins þróaðist landbúnaðarmenning fyrir mörg þúsund árum síðan.  Menning Forn-Egypta reis hæst á tímabilinu 3100 – 300 f.Kr. sem er tímabil konungsættanna og faraóanna.  Frá þessum tíma eru mörg af stórbrotnustu mannvirkjum sögunnar s.s. píramídarnir, Sfinxinn o.fl.  Stærsti píramídinn í Egyptalandi er Keopspíramídinn í Giza, 138,75 m hár (eins og 2 Hallgrímskirkjur) og það tók 20 ár að byggja hann.

Píramídarnir voru byggðir sem grafhýsi konunga og hátt settra embættismanna. Forn-Egyptar trúðu á líf eftir dauðann og því var margt gert til að greiða för hins látna inn í eftirlífið. Lík hans hans var smurt og breytt í múmíu til þess að varðveita það sem best. Múmían var lögð í skreytta kistu sem komið var fyrir í hvelfingu lengst inni í píramídanum eða grafhýsinu ásamt mat, drykk og verðmætum hlutum. Veggir grafhýsisins voru ríkulega skreyttir með myndum og frásögnum úr lífi hins látna.

Forn-Egyptar höfðu marga guði og eru þeir oft sýndir með mannslíkama en dýrahöfuð.

FaróVeggmyndir Forn-Egypta voru málaðar eftir mjög ströngum reglum sem gengu út á að sýna manneskjur, dýr og hluti frá því sjónarhorni sem auðveldast er að þekkja þá. Reglurnar fyrir manneskjur fólu m.a. í sér eftirfarandi:

  • Höfuð er alltaf sýnt frá hlið
  • Augað er sýnt framan frá
  • Axlir, handleggir og búkur eru sýnd framan frá
  • Fótleggir og fætur eru sýndir frá innri hlið þannig að alltaf sést í stóru tánna en ekki í hinar tærnar
  • Stærð fólks fór eftir tign þeirra. Þeir stóru voru hærra settir en þeir minni.

Tenglar:

Heimildir: