1b_skrautfidrildiAldur – bekkur

1. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Nemendum sýnd dæmi um lögun og liti fiðrilda, hvað þau séu skrautleg og margvísleg. Mynstur þeirra skoðuð og rædd, hvort þau séu grunnform eða náttúruleg form. Einnig rætt um línur og hvernig línur geta myndað form og muninn á því að teikna og lita. Rætt um eiginleika vaxlita, úr hverju þeir séu o.fl.

Framkvæmd

Nemendur teikna fiðrildi á A3 karton og bent á að nýta blaðið vel. Síðan er fiðrildið litað þétt og fast með Neocolor 1 og eiga nemendur að fylla vel út í fleti. Til að hvetja þá til að lita vel er sýnt hve vel litaður flötur glansar þegar hann er pússaður með pappírsþurrku. Þegar litun er lokið og búið að pússa yfir fiðrildin eru fiðrildin klippt út og hengd upp á vegg eða fest á stórt spjald (t.d. er hægt að líma saman nokkur himinblá A2 karton). Virkja má þá sem eru fljótir að klára til að búa til umhverfi fyrir fiðrildin s.s. gras, blóm, tré, sól, ský o.fl. og klippa út og setja á spjaldið með fiðrildunum.

Myndir – mynddæmi

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni
 • þekki muninn á grunnformum og náttúrulegum formum
 • fjalli um hvaða gildi myndverk getur haft fyrir hvern og einn
 • lýsi myndverki og skoðun sinni á því
 • læri að teikna afmörkuð form og teikna stórt og skýrt
 • læra að lita og fylla upp í fleti
 • læri vönduð vinnubrögð

Undirbúningur

 • Taka til efni og sýnishorn í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Neocolor I
 • A3 hvítt karton/pappír
 • Skæri
 • Þurrka eða tuska til að pússa með

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd