Bok um aferdAldur – bekkur

2. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Fyrri tími: Innlögn og söfnun dæma um áferð.
Seinni tími: búa til bók um áferð.

Kveikja

Hægt er að byrja tímann á umræðu um áferð og skoða t.d. Listavef krakkaFormfræðiÁferð. Síðan má leyfa nemendum að snerta hlutina sem kennarinn hefur safnað saman og biðja þau að segja frá hvernig þeim finnst hlutirnir vera viðkomu þ.e. hver sé áferð þeirra.

Framkvæmd

Nemendur fá auð A4 blöð og leita í myndmenntastofunni (eða víðar) að hlutum með áferð til að þrykkja eða „afrita“ með „rubbings“ aðferð. Gott er að benda nemendum á að merkja hvert blað áður en þeir byrja að afrita. Í lok tímans þegar þeir hafa safnað nægum gögnum eru þau geymd þar til í næst kennslustund (eða ef tími vinnst til þá geta nemendur byrjað að gera bókakápuna).

Í byrjun næstu kennslustundar fá nemendur kápuna fyrir bókina um áferð, skrifa nafnið sitt og skreyta stafina. Því næst fá þeir eyðublað (ljósritað báðum megin) og klippa út dæmin um áferð sem þeir hafa safnað og líma inn í hólfin á blaðinu. Sumir nemendur gætu þurft aðstoð við að skrifa nafn hlutarins við hvert hólf og hvernig hann er viðkomu (tilvalið að láta þá hjálpast að). Þegar nemendur hafa lokið við að klippa út, líma og fylla í eyðublöðin eru þau brotin saman í stærð A5 og sett inn í bókakápuna. Kennari heftar síðan bækurnar saman fyrir nemendur.

Myndir – mynddæmi

Myndir koma fljótlega

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • þekki hugtakið áferð og geti beitt því í mynd
  • geti skilgreint munnlega eftir mynddæmum þætti sem koma fram í mynd, s.s. mismunandi tegundir lína

Undirbúningur

  • Safna saman hlutum með ólíkri áferð og mismunandi viðkomu
  • Ljósrita bókakápu og eyðublöð
  • Taka til annað efni í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd