3b_GrunnformAldur – bekkur

3. bekkur

Tími

2-3×80 mín kennslustundir

Kveikja

Nemendum sýndar myndir listamanna sem nota grunnformin í myndum sínum. Rætt um hvaða grunnform sjáist á myndunum, stærð lögun, litanotkun, litatóna og/eða heita og kalda liti.

Framkvæmd

Nemendum skipt í 3 hópa. Einn hópur fær bakka með gulum og rauðum þekjulit og hver nemandi málar eins marga appelsínugula litatóna og hann getur á A3 pappír og fyllir algerlega út allt blaðið. Óþarfi er að blanda tónana í bakkanum heldur má dýfa penslinum í litina og blanda þeim um leið og málað er. Þeir sem eru snöggir geta gert fleiri blöð, jafnvel bara í grunnlitum. Annar hópurinn fær gulan og bláan og gerir græna litatóna og þriðji hópurinn fær rauðan og bláan og gerir fjólubláa litatóna. Blöðin eru látin þorna þar til í næsta tíma.

Fyrir næsta tíma sker kennarinn máluðu arkirnar niður í ca A5 eða A4 stærð (fer eftir nemendafjölda). Nemendur fá allir eina örk í hverjum lit. Nemendur teikna grunnform á bakhlið blaðanna og klippa út. Minna þá á að nýta blöðin vel . Síðan raða nemendur grunnformunum á karton og líma niður með límstifti. Einnig má nota málað undirlag í stað kartons.

Útfærsla klippimyndanna getur verið mismunandi t.d.:

 • Áhersla á litatóna: Nemendur nota grunnform í einum litatóni og líma á karton í sama litatóni eða andstæðum lit.
 • Áhersla á heita og kalda liti: Nemendur velja sér grunnform, annað hvort í heitum eða köldum litum og líma á heitt eða kalt karton. Sumir geta verið með heit form á heitum grunni eða heit form á köldum grunni eða öfugt.

Nemendur hafa frjálsar hendur með það hvernig þeir raða formunum, hvort þeir vinni hlutbundið eða óhlutbundið.

GÓÐ RÁÐ:

 • Gott er að nemendur hafi hver og einn litla körfu til að safna útklipptu formunum í.
 • Gott er að safna máluðum afklippum og gömlum ómerktum þekjulitamyndum og nýta í klippiverkefni.

Myndir – mynddæmi

3b_Grunnform (3)3b_Grunnform (4)3b_Grunnform (1)

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • noti fjölbreytileg efni, verkfæri og aðferðir við eigin myndsköpunvinni myndverk á mismunandi tegundir pappírs, s.s. þrykk og klippimyndir auk teiknunar og málunar
 • þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu með skoðun á þeim og úrvinnslu í myndgerð
 • blandi liti úr frumlitunum með áherslu á litatóna
 • geri sér grein fyrir að litir hafa mismunandi áhrif, eru t.d. heitir og kaldir

Undirbúningur

 • Finna myndefni til að sýna nemendum og efni í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Litahringur til útprentunar (ef vill)
 • Hvít blöð 120-170 gr. stærð 32×45 cm eða A3 til að mála á
 • Þekjulitir í grunnlitum
 • Breiðir penslar
 • Skæri
 • Límstyfti
 • A2 karton í litatónum og/eða heitum og köldum litum.

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd