3b_limthrykk_mynd

Aldur – bekkur

3. bekkur (hentar fyrir allan aldur)

Tími

1×80 mín kennslustundir

Kveikja

3b_limthrykk_plata

Tilvalið er að vera með þema í þessu verkefni. t.d. dýr, fugla, lífið í sjónum, árstíðir o.þ.h. Nemendum sýnd sýnishorn af límþrykkplötu og fá að finna að teikningin á plötunni er upphleypt og útskýrt að þetta sé teiknað með lími sem nú sé orðið hart og þar með upphleypt. Síðan fá þeir að sjá mynddæmi þrykkt með límþrykksplötunni/stimplinum og bent á að myndirnar eru spegilmynd af upprunalegu myndinni. Farið er yfir vinnuferlið með nemendum og þeim sýnd áhöldin sem notuð eru og hvað þau heita.

Áður en nemendur fara að teikna er gott að benda þeim á að teikna stórt og fylla vel út í spjaldið og passa að hafa ekki of mikið af smáatriðum þar sem erfitt er að teikna smáatriði með líminu. Til að koma í veg fyrir að nemendur teikni of smágert má láta þá teikna með breiðum tússlit.

Framkvæmd

Kennslustund 1: Eftir innlögn gera nemendur skissur og velja sér myndefni til að teikna á pappaspjaldið. Síðan fara þeir ofan í línurnar með trélími/föndurlími. Myndirnar látnar þorna þar til í næsta tíma.

Kennslustund 2: Kennari rúllar grafíklitum á glerplötur. Nemendur rúlla grafíklit á sýnar myndir, setja pappírsörk ofan á og þrykkja annað hvort með grafíkpressu eða öðrum aðferðum. Þeir gera eins mörg eintök og tími og áhugi leyfir. Nemendum er bent á að prófa að nota fleiri liti eða að prófa að þrykkja ofan í sömu myndina. Myndirnar látnar þorna þar til í næsta tíma.

Eftirvinnsla: Nemendur fara í gegnum myndirnar og velja eina til að setja á karton. Myndin er klippt til og límd á A4 karton.

Myndir – mynddæmi

Myndir koma fljótlega

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • noti fjölbreytileg efni, verkfæri og aðferðir við eigin myndsköpun
  • vinni myndverk á mismunandi tegund pappírs, s.s. þrykk og klippimyndir auk teiknunar og málunar

Undirbúningur

  • Útbúa sýnishorn til að sýna nemendum og hafa til efni í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Pappír til að skissa á, blýantar eða breiðir tússlitir
  • Pappaspjöld, skorin í ca 16x11cm spjöld, sem er passleg stærð til að þrykkja á A4 blöð (ég nota blokkabotna frá Hvítlist, koma í stærð 64x45cm). Auðvitað má nota hvaða stærð sem er en gott er að hafa í huga hvaða stærð af pappír á að þrykkja á.
  • Trélím eða föndurlím
  • Grafíkrúllur, grafíklitir, glerplötur og grafíkpressa
  • Pappír til að þrykkja á

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd