3b_fjallathrykk_2cAldur – bekkur

3. bekkur (hentar fyrir allan aldur)

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Verkferlið er útskýrt fyrir nemendum með sýnikennslu. Hugtökin þrykk og áferð útskýrð og hvernig sé hægt að „afrita“ áferðina með því að taka þrykk af áferðarfletinum á pappír. Um leið má nefna möguleikana bæði á litablöndun með því að þrykkja fleiri ein einn lit á hverja silkipappírsörk og áferðarblöndun með því að þrykkja fleiri en eina áferð á hverja örk.

Framkvæmd

Kennari rúllar þrykklitunum t.d á blöðruplast, bylgjupappa, o.fl. hluti sem hafa skemmtilega áferð. Nemendur fá aðgang að örkum og/eða bútum af silkipappír og leggja ofan á áferðarfletina og þrykkja með höndunum, trésleif eða með rúllu. Þeir geta prófað að þrykkja fleiri en einn lit eða áferð á sama silkipappírinn. Nemendur þurfa ekki að merkja sínar arkir þar sem arkirnar verða samnýttar þegar kemur að klippimyndagerðinni. Látið þorna þangað til í næsta tíma.

Í næsta tíma fá nemendur ljósblátt karton. Þeir klippa út og rífa fjöll o.fl. og líma á A3 karton í ljósbláum lit.

Myndir – mynddæmi

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • vinni myndverk á mismunandi tegund pappírs, s.s. þrykk og klippimyndir auk teiknunar og málunar
 • þekki einfalda myndbyggingu og mun á forgrunni, bakgrunni og miðrými ásamt kyrrð og hreyfingu í byggingu mynda

Undirbúningur

 • Taka til efni, áhöld og sýnishorn
 • Gott er að vera búin að búa til sýnishorn af silkipappír með áferð á
 • Hafa tilbúnar glerplötur með þrykklit

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • T.d. blöðruplast, bylgjupappi, sandpappír o.fl. hlutir sem hafa skemmtilega áferð
 • Þrykkrúllur (eða trésleifar)
 • Þrykklitur (gulur, rauður, grænn, blár, hvítur)
 • Silkipappír í ýmsum litum
 • Ljósblátt A3 karton
 • Skæri
 • Límstifti

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd