3b_Ljosaskiptin3b_Ljosaskiptin_1Aldur – bekkur

4. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Nemendum sýnd mynddæmi af sólarlagi eða sólaruppkomu þar sem borg eða landslag mynda skuggamynd  (silhouette). Rætt er um hvernig og hvers vegna svona skuggamyndir myndast og hvers vegna himinninn verði svona litríkur og hvaða litir séu ráðandi.

Framkvæmd

1. Kennslustund: Byrjað er á að fara í gegnum verkferlið með nemendum. Þeir fá síðan blað (ca 32 x 22,5 cm) og Neocolor I liti. Nemendur velja liti fyrir himininn og lita allt blaðið og mega gjarnan blanda saman litunum. Þekja þarf blaðið vel og lita þétt og fast. Að því loknu mála þeir útlínur húsa á neðri hluta blaðsins og fylla neðri hlutann alveg með bleki. Látið þorna þar til í næsta tíma.

2. Kennslustund: Nemendur nota stóra nagla til að skrapa glugga, hurðir, ljósastaura, götur, bíla og hvað annað sem þeim dettur í hug. Svo merkja þeir myndirnar sínar einnig með því að nota naglann. Nota má afgangstíma og virkja nemendur í að hengja upp myndirnar t.d. á ganga skólans. Setja má myndirnar allar saman í langa línu, nokkurs konar „panorama“ mynd.

Myndir – mynddæmi

Atlanta09

Atlanta – Mynd af Wikimedia Commons.

London_Thames_Sunset_panorama_-_Feb_2008

London Tower Bridge – Mynd af Wikimedia Commons.

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • þekki virkni ljóss og skugga í umhverfinu og geti tjáð uppgötvanir sínar á einfaldan hátt í eigin verkum
 • beiti litafræði til að kalla fram ákveðin áhrif í mynd
 • vinni með rýmistilfinningu í myndgerð; áhersla skal lögð á litafræði, einkum andstæða liti, ljós og skugga, heita og kalda liti
 • skoði hvernig áhrif birta hefur á umhverfið, t.d. hvernig ljósaskiptin geta búið til skuggamyndir

Undirbúningur

 • Undirbúa myndefni og sýnishorn
 • Taka til efni og áhöld og hjálpargögn

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Pappír 120-170gr (ca 32 x 22,5 cm)
 • Neocolor I
 • Svart blek (Indian Ink)
 • Penslar í útlínur
 • Stærri penslar til að fylla upp í
 • Stórir naglar til að teikna með (ca 7-10 cm langir)

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd