4b_kassaborgAldur – bekkur

4. bekkur

Tími

3-4 80 mín. kennslustundir

Kveikja

1. kennslustund: Sýna má nemendum myndir af bæjum og borgum og ræða um skipulag, götur, hús o.þ.h. Hægt er að hugstorma með nemendum og biðja þá að nefna allt sem þeim dettur í hug að þurfi að vera í bæ eða borg s.s. íbúðarhús, blokkir, götur, torg, spítali, sundlaug, verslanir, hótel, strætisvagnar og bílar o.fl. Nota má listann til að deila verkefnum milli nemenda þannig að ekki geri allir það sama. Ræða má um stærðarhlutföll og jafnvel hafa lítinn legókarl eða Matchbox bíl sem viðmiðun um stærðarhlutföll. Þetta getur gefið borginni meiri heildarsvip og nemendum tækifæri til að átta sig á stærðarhlutföllum.

Framkvæmd

1. – 2. kennslustund: Nemendur finna sér kassa og box til að útfæra þá byggingu sem þeir hafa valið sér, líma t.d. fleiri en einn kassa saman eða líma á strompa o.þ.h. Ef tími vinnst til í þessum tíma geta þeir byrjað að mála húsin og látið þau þorna þar til í næsta tíma. Nemendum bent á að glugga og hurðir er hentugra að teikna eftir að húsin hafa verið máluð.

3.-4. kennslustund: Nemendur byrja að skipuleggja borgina á stórt bylgjupappaspjald. Ákveða þarf hvar húsin eiga að standa, hvar eigi að vera götur, garðar og svoleiðis. Skipulagið er teiknað á pappaspjaldið (gott er að teikna inn á hvar hvert hús á að standa og skrifa nafn þess sem á húsið í reitinn). Síðan þarf að lita eða mála götur og garða. Ef tími vinnst til er t.d. hægt að búa til ljósastaura, tré, strætóskýli, bíla o.þ.h. Að lokum eru húsin fest á pappaspjaldið með kennaratyggjói þar sem nemendur munu að lokum taka húsin með sér heim.

Borgina eða bæinn má svo hafa til sýnis í skólanum í einhvern tíma áður en nemendur taka húsin með sér heim. Pappaspjaldið með skipulaginu má nýta í frjálsum tímum nemenda t.d. fyrir bílaleik.

Myndir – myndefni

4b_borg_kassar

4b_kassaborg4b_Borg (1)

Borg úr kössum og boxum eftir nemendur í Borgaskóla

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

 • þekki hugtakið rými með áherslu á umhverfið, s.s. götur,torg og byggingar
 • þekki grunnformin og geti breytt tvívíðu formi í þrívítt form
 • geri formkannanir á fyrirbærum í umhverfinu og einfaldi form í tvívíðri og þrívíðri vinnu
 • kynnist því hvernig hægt er að endurnýta efni í listsköpun

Undirbúningur

 • Taka til efni og áhöld í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

 • Alls kyns umbúðir, litlir kassar o.fl. smádót (biðja má nemendur koma með hluti að heiman)
 • Litlir naglar (t.d. í ljósastaura)
 • Litaður afgagnspappír (t.d. silkipappír í tré)
 • UHU lím
 • Límstifti
 • Málningarteip
 • Bylgjupappaspjald ca 1×1,2m (fæst í Odda (Kassagerðinni))
 • Akrílmálning
 • Penslar
 • Litir
 • Tússpennar
 • O.fl. sem að notum kemur

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd