4b_jakv_neikv_14b_jakv_neikv_2Aldur/bekkur

4. bekkur

Tími

1-2 80 mín kennslustundir

Kveikja

Kynna má verkefnið með því að segja að nemendur eigi að gera mjög sérstaka sjálfsmynd af sér. Sjálfsmyndin verður aðeins í tveimur litum; svörtum og öðrum lit sem nemendur fá að velja sjálfir. Til að geta gert sjálfsmyndina þurfi nemendur að vinna tveir og tveir saman þar sem þeir þurfa að teikna vangasvip hvors annars með hjálp myndvarpa. Gott er að vera með verklega sýnikennslu á verkferlinu.

Framkvæmd

Nemendur fá eitt ferningslaga karton (ca 30×30 cm) í svörtum lit. Þeir þurfa að auki 2 ferningslaga korton í lit að eigin vali. Þeir brjóta svarta kartonið saman í tvennt og festa það á vegg fyrir framan myndvarpa. Tveir nemendur vinna saman, annar sest á stól milli veggjarins og myndvarpans þannig að skuggi vangasvips hans varpast á kartonið á veggnum. Passa þarf að kartonið snúi rétt þ.e. andlitið á að snúa að brotinu. Hinn nemandinn teiknar útlínur vangasvipsins á kartonið. Svo skiptast þeir á. Að þessu loknu klippa nemendur vangasvipinn út í heilu lagi meðan kartonið er ennþá brotið saman og eiga þá tvo vangasvipi auk formsins sem skapaðist í miðjunni. Vangasvipirnir eru límdir á annað litaða kartonið þannig að þeir snúi að hver öðrum. Formið sem skapaðist í miðjunni er límt í miðjuna á hinu kartoninu. Þegar allir hafa lokið við sjálfsmyndirnar (gæti verið í byrjun nýs tíma) eru þær hengdar upp á vegg eða töflu og nemendur spurðir hvað þeir sjái, í þeirri von að einhver uppgötvi að neikvæða rýmið milli vangasvipanna myndar einhvers konar bikar. Út frá þessari uppgötvun er rætt nánar um um jákvætt og neikvætt rými og hugsanlega sýnd fleiri mynddæmi eða unnið annað verkefni út frá jákvæðu/neikvæðu rými t.d. í þrykki eða mótun.

Myndir – mynddæmi

4b_jakv_neikv_34b_jakv_neikv_4

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • þekki hugtökin jákvætt og neikvætt rými og beiti því í myndgerð, s.s. þrykki og mótun
  • beiti litafræði til að kalla fram ákveðin áhrif í mynd

Undirbúningur

Nemendur vinna í pörum og þurfa að nota myndvarpa í þessu verkefni og því geta ekki allir byrjað í einu. Lausnin er t.d. að vera með aukaverkefni sem nemendur geta unnið meðan þeir bíða eftir að komast í myndvarpann. Önnur lausn er að leggja þetta verkefni inn meðan verið er að klára annað þannig að þeir sem eru fljótir að klára geta byrjað á þessu um leið og þeir eru búnir.

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Myndvarpi
  • Ferningslaga karton (ca 30×30 cm) 1 í svörtu og tvö í lit fyrir hvern nemanda
  • Blýantar (og strokleður ef þarf)
  • Skæri
  • Límstifti

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd