5b_mynstur (3)5b_mynstur (10)Aldur – bekkur

5. bekkur

Tími

2-3×80 mín kennslustundir

Kveikja

Nemendur lesa saman kaflann um mynstur í Myndmennt II (bls. 20-29). Farið er í gegnum mynsturreglurnar og nemendum sýnd dæmi um mynstur af hverri gerð fyrir sig (miðmynstur, spegilmynstur, símynstur og mynsturbekkir). Farið í gegnum hvernig hægt er að nota línur, form, liti og myndir til að búa til mynstur.

Framkvæmd

Nemendur fá að velja eina gerð af mynstri (miðmynstur, spegilmynstur, símynstur og mynsturbekkir) og gera verkefni með þeirri aðferð. Einnig má gera mynd þar sem tveimur eða fleiri aðferðum er blandað saman.

1. Miðmynstur: Nemendur fá ferningslaga blað, finna miðjuna og byrja á að teikna/lita mynstu hringin í kring um miðjuna. Bæta við mynstri hring eftir hring þar til brúnum blaðsins er náð.
 Mynstur0
2. Spegilmynstur: Nemendur fá ferningslaga blað og brjóta það í tvennt eða fernt eins og sýnt er hér fyrir neðan. Best er að byrja að teikna mynstrið út frá miðju, jafnvel klára annan helminginn eða einn fjórðunginn áður en hann er endurtekinn með speglun.
Mynstur4Mynstur2Mynstur3Mynstur1
3. Símynstur. Nemendur teikna landslag eða eitthvað annað sem auðvelt er að hólfa niður. Það mætti líka alveg vera eitthvað abstrakt. Nemendur fylla svo hólfin með símynstri úr línum eða formum.
Dæmi um útfærslu.5b-mynsturlandslag
4. Mynsturbekkur. Nemendur brjóta ferningslaga blað í fjóra hluta og gera fjóra ólíka mynsturbekki.
Mynstur5

Að lokum má líma mynsturmyndirnar á litað karton, jafnvel raða þeim saman í eina stóra mynsturmynd (mynsturteppi).

Myndir – mynddæmi

5b_mynstur (13)5b_mynstur (14)

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • skoði mismunandi mynsturgerðir
  • búi til símynstur, miðmynstur, speglamynstur og mynsturbekki
  • noti mismunandi línur og form við mynsturgerð

Undirbúningur

  • Finna myndefni til að sýna nemendum og efni í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Pappír (ca 30×30 cm)
  • Blýantar (og strokleður ef þarf)
  • Tússpennar
  • Trélitir o.fl.

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

 

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd