5b_Figurur_hv-utlinur_15b_Figurur_hv-utlinur_2Aldur – bekkur

5. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Rætt við nemendur um mismunandi gerðir af línum og hvaða hlutverki þær gegni í myndsköpun. Rætt um hvernig línur eru oft notaðar til að afmarka, skilja að og mynda fleti, bæði jákvæða og neikvæða og hvernig breiðar línur geta myndað flöt í sjálfu sér. Nemendum sýndur munurinn brúnum og útlínum (edge and outline – The Artist’s Toolkit).

Nemendum sýnd dæmi um list þar sem notaðar eru breiðar, áberandi línur (sjá t.d. Keith Haring, Mola art, Aboriginal art, Hundertwasser, teiknimyndafígúrur o.fl.)

Nemendum sýnt að til þess að búa til hvítar útlínur á hvítu blaði þurfi að byrja á að teikna tvöfaldar útlínur með blýanti. Einnig bent á að í þessu verkefni sé best að velja sér einfalt myndefni, einfalda fígúru sem ekki er með mikið af smáatriðum. Bakgrunnur á að vera mjög einfaldur.

Framkvæmd

Nemendur teikna einfaldar fígúrur með tvöföldum útlínum. Þeim bent á að teikna ekki of fast þar sem þeir muni á endanum stroka allar blýantslínur út. Kennari fer yfir myndina með nemandanum áður en hann byrjar að lita hana með tússlitum. Ef alls staðar eru tvöfaldar útlínur lita nemendur myndina. Að því loknu stroka þeir út allar blýantslínur og myndin er tilbúin.

Myndir – mynddæmi

5b_hv_utl_15b_hv_utl_2

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • skilji hlutverk línunnar til að afmarka, skilja að og mynda fleti
  • þekki möguleika línunnar og vinni með hana á markvissan hátt
  • geti skapað hreyfingu og kyrrð með ólíkum útfærslum línunnar, t.d. láréttum og lóðréttum
  • geti myndað samfelld mynstur

Undirbúningur

  • Finna myndefni til að sýna nemendum og efni í verkefnið

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Pappír ca 32x45cm eða A3
  • blýantur (og strokleður ef þarf)
  • tússlitir

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir (birt með leyfi Bryndísar Jóhannesdóttur)

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd