7b_fjarvidd 001Aldur – bekkur

7. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Þetta verkefni er búið til með hliðsjón af fjarvíddarverkefni í bókinni A Work of Art eftir Chambers, Hood og Peake (Belair Publications).
Rætt er um hugtökin fjarvídd, samhliða línur, sjónhæðarlínu, hvarfpunkta o.fl. Reynt að finna dæmi um þetta í stofunni og í umhverfinu.
Nemendum sýnd mynddæmi og efni þar sem fjarvídd kemur vel fram og línur framlengdar þangað til þær mætast í hvarfapunktum. (Minnast má á Brunelleschi og uppgötvanir hans og jafnvel sýna mynddæmi).

Framkvæmd

Gott er að fara í gegnum glærusýninguna skref fyrir skref meðan nemendur gera verkefnið.

1. skref

Fjarvidd_hus_PPS_bMynd © Sigrún ÓlafsdóttirNemendur fá A5 blað og teikna einfalda
framhlið á byggingu sem fyllir út í blaðið.

Með reglustriku eru gerðar láréttar
línur eftir gluggum og hurðum.

2-3. skref

Fjarvidd_PPS_3Fjarvidd_PPS_2Nemendur finna miðjuna á stóra kartoninu
(22,5cm og 16cm) og teikna hvarfpunktinn.

Síðan er sjónhæðarlína teiknuð
lárétt í gegnum hvarfpunktinn.

4-5. skref

Fjarvidd_hus_PPS_cStaðsetning láréttu línanna á A5 blaðinu er færð yfir á stóra kartonið, bæði hægra og vinstra megin. Nemendur draga línur með reglustiku frá staðsetninu láréttu línanna og í punktinn.

Þá eru komnar hjálparlínur sem sýna hvernig húsin minnka eftir því sem þau fjarlægjast (eða nálgast hvarpunktinn).7b_Fjarvidd_PPS_57b_Fjarvidd_PPS_4

Ath. að á myndinni hér til hliðar er búið að teikna línu fyrir gangstétt.

6. skref

Nú þarf að mæla breidd húsanna. Húsin eru breiðust yst en mjóst næst hvarfpunktinum. Fjarvidd_PPS_6Mælt er á sjónhæðarlínunni og merkt við skv. eftirfarandi:
hús 1: 9 cm, hús 2: 5,5 cm, hús 3: 3,3 cm, hús 4: 2 cm.
Síðan eru dregin lóðrétt strik í gegnum punktana. Þá eru komnar hjálparlínur sem sýna breidd húsanna eða hvernig þau mjókka eftir því sem þau fjarlægjast.

7-8. skref

Fjarvidd_PPS_8Fjarvidd_PPS_7Því næst eru þaklínurnar
teiknaðar og nú fer form
húsanna að sjást í gegnum
hjálparlínurnar.

9-11. skref

Fjarvidd_PPS_11Fjarvidd_PPS_10Fjarvidd_PPS_9Næsta skref
er að teikna
glugga og hurðir
og nota til þess
hjálparlínurnar.

12-15. skerf

Fjarvidd_PPS_13Fjarvidd_PPS_12Að lokum má bæta við gangstétt, skiltum, ljósastaurum, fjöllum eða húsum í bakgrunninn o.fl.
Þegar búið er að teikna allt sem á að vera á myndinni er farið ofan í allar línur Fjarvidd_PPS_15Fjarvidd_PPS_14nema hjálparlínur með mjóum svörtum tússpenna (Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6).
Að því loknu eru allar hjálparlínur strokaðar út.

16. skref

7b_Fjarvidd_PPS_17Síðan er myndin lituð t.d. með trélitum, tússlitum eða pastelkrít.

Myndir – mynddæmi

Tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • þekki hugtakið fjarvídd og vinni einföld verk sem fela í sér notkun sjónhæðarlínu, hvarfpunkta, mismunandi sjónarhorna o.s.frv.

Undirbúningur

  • Taka til mynddæmi, efni og áhöld

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Glærusýning – fjarvídd skref fyrir skref
  • A5 blöð,
  • Pappír (45x32cm)
  • Blýantar
  • Reglustikur
  • Grannir svartir tússpennar (Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6)
  • Trélitir, tússlitir og/eða pastelkrít

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]


Athugasemdir

3 athugasemdir to “Fjarvídd”

  1. Linda S. Birgisdóttir on August 16th, 2010 17:00

    Gott verkefni sem sýnir viðfangsefnið á einfaldan og skýran hátt.

  2. Heiða on August 19th, 2010 21:07

    Bestu þakkir fyrir verkefnið – og síðuna í heild – þetta er virkilega vel unnin og hagnýt síða! Frábærar hugmyndir og mjög skilmerkilega upp sett
    Takk X 10000
    Heiða Litlulaugaskóla

  3. sigrun on August 26th, 2010 13:33

    Kærar þakkir Linda og Heiða. Gott að efnið kemur að gagni 🙂

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd

You must be logged in to post a comment.