Aldur – bekkur
7. bekkur
Tími
2×80 mín kennslustundir
Kveikja
Þetta verkefni er búið til með hliðsjón af fjarvíddarverkefni í bókinni A Work of Art eftir Chambers, Hood og Peake (Belair Publications).
Rætt er um hugtökin fjarvídd, samhliða línur, sjónhæðarlínu, hvarfpunkta o.fl. Reynt að finna dæmi um þetta í stofunni og í umhverfinu.
Nemendum sýnd mynddæmi og efni þar sem fjarvídd kemur vel fram og línur framlengdar þangað til þær mætast í hvarfapunktum. (Minnast má á Brunelleschi og uppgötvanir hans og jafnvel sýna mynddæmi).
Framkvæmd
Gott er að fara í gegnum glærusýninguna skref fyrir skref meðan nemendur gera verkefnið.
1. skref
Nemendur fá A5 blað og teikna einfalda
framhlið á byggingu sem fyllir út í blaðið.
Með reglustriku eru gerðar láréttar
línur eftir gluggum og hurðum.
Nemendur finna miðjuna á stóra kartoninu
(22,5cm og 16cm) og teikna hvarfpunktinn.
Síðan er sjónhæðarlína teiknuð
lárétt í gegnum hvarfpunktinn.
Staðsetning láréttu línanna á A5 blaðinu er færð yfir á stóra kartonið, bæði hægra og vinstra megin. Nemendur draga línur með reglustiku frá staðsetninu láréttu línanna og í punktinn.
Þá eru komnar hjálparlínur sem sýna hvernig húsin minnka eftir því sem þau fjarlægjast (eða nálgast hvarpunktinn).
Ath. að á myndinni hér til hliðar er búið að teikna línu fyrir gangstétt.
6. skref
Nú þarf að mæla breidd húsanna. Húsin eru breiðust yst en mjóst næst hvarfpunktinum. Mælt er á sjónhæðarlínunni og merkt við skv. eftirfarandi:
hús 1: 9 cm, hús 2: 5,5 cm, hús 3: 3,3 cm, hús 4: 2 cm.
Síðan eru dregin lóðrétt strik í gegnum punktana. Þá eru komnar hjálparlínur sem sýna breidd húsanna eða hvernig þau mjókka eftir því sem þau fjarlægjast.
Því næst eru þaklínurnar
teiknaðar og nú fer form
húsanna að sjást í gegnum
hjálparlínurnar.
9-11. skref
Næsta skref
er að teikna
glugga og hurðir
og nota til þess
hjálparlínurnar.
12-15. skerf
Að lokum má bæta við gangstétt, skiltum, ljósastaurum, fjöllum eða húsum í bakgrunninn o.fl.
Þegar búið er að teikna allt sem á að vera á myndinni er farið ofan í allar línur nema hjálparlínur með mjóum svörtum tússpenna (Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6).
Að því loknu eru allar hjálparlínur strokaðar út.
16. skref
Síðan er myndin lituð t.d. með trélitum, tússlitum eða pastelkrít.
Myndir – mynddæmi
- Google myndaleit: Linear Perspective
- Myndir eftir nemendur í Borgaskóla
Tengt efni
- Drawing in One-Point Perspective – Harold Olejarz – herbergi í fjarvídd teiknað lið fyrir lið
- Fjarvídd sýnd með hreyfimyndum – Artist’s Tool Kit
- Magnús V. Guðlaugsson – Um fjarvídd – Hér er allt um fjarvídd og á íslensku!
- Perspective drawing – Artyfactory – Nokkuð ítarleg umfjöllun um fjarvídd og mynddæmi
- Perspective Drawing – Jan Garner
- Um fjarvídd – einföld skýring á fjarvídd á krakkasíðu Birmingham Museum & Art Gallery
- Á Myndmennt:
- Frumþættir: – Rými: Fjarvídd
Markmið – áhersla
Nemendur:
- þekki hugtakið fjarvídd og vinni einföld verk sem fela í sér notkun sjónhæðarlínu, hvarfpunkta, mismunandi sjónarhorna o.s.frv.
Undirbúningur
- Taka til mynddæmi, efni og áhöld
Efni – áhöld – hjálpargögn
- Glærusýning – fjarvídd skref fyrir skref
- A5 blöð,
- Pappír (45x32cm)
- Blýantar
- Reglustikur
- Grannir svartir tússpennar (Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6)
- Trélitir, tússlitir og/eða pastelkrít
Nafn sendanda
Skóli
Borgaskóli
Gefðu verkefninu einkunn:
[ratings]
Athugasemdir
3 athugasemdir to “Fjarvídd”
Athugasemdir
Skrifaðu athugasemd
You must be logged in to post a comment.
Gott verkefni sem sýnir viðfangsefnið á einfaldan og skýran hátt.
Bestu þakkir fyrir verkefnið – og síðuna í heild – þetta er virkilega vel unnin og hagnýt síða! Frábærar hugmyndir og mjög skilmerkilega upp sett
Takk X 10000
Heiða Litlulaugaskóla
Kærar þakkir Linda og Heiða. Gott að efnið kemur að gagni 🙂