myAldur – bekkur

7. bekkur

Tími

2×80 mín kennslustundir

Kveikja

Kynna leikinn fyrir nemendum, út á hvað hann gengur og hvernig hann gengur fyrir sig.

ATH. Þennan leik má að sjálfsögðu fara í með hvaða listastefnu sem er.

Framkvæmd

Nemendum er skipt í hópa (ca 4-6 í hóp) og fær hver nemandi sögulegt yfirlit um kúbisma til að lesa. Þar kemur fram ýmislegt um kúbisma, s.s. mismunandi einföldun og uppbrot forma, sjónarhorn og litanotkun. Hver hópur fær síðan 5-10 myndir af kúbískum listaverkum eftir ýmsa listamenn. Í hverjum myndabunka leynist ein mynd sem ekki er í kúbískum anda. Það er verkefni hópsins að finna þá mynd sem ekki er kúbísk. Hóparnir fá vissan tíma til að leysa verkefnið og að honum loknum gerir hver hópur skil á sínum niðurstöðum. Þeir þurfa að rökstyðja hvers vegna myndin passar ekki og hvaða einkenni myndin hafi ekki sem kúbískar myndir hafa. Þessu næst eru nöfn helstu listamanna kúbismans skrifuð á töflu og með hjálp kennara er fundið út hver á hvaða mynd og þær pinnaðar fyrir aftan nafn hans.

Hver hópur fær svo eitt listamannsnafn til að vinna áfram með í næsta tíma. Hópurinn á að fara á netið og finna upplýsingar um listamanninn og skrifa stutta ritgerð um hann (1/2 – 1 síða). (Nemendur mega gjarnan vera búnir að undirbúa sig heima). Þeir geta einnig prentað út fleiri myndir eftir listamanninn ef þeir finna slíkar. Í lok seinni tímans verða ritgerðirnar ásamt völdum myndum settar á karton (með kennaratyggjói svo hægt sé að nota myndirnar aftur) og hengdar upp á göngum skólans öðrum til gagns og gamans.

Myndir – mynddæmi – tengt efni

Markmið – áhersla

Nemendur:

  • geti lýst á einfaldan hátt munnlega og skriflega helstu einkennum kúbismans
  • þekki og geti fjallað um mynddæmi um kúbisma, s.s. mismunandi einföldun og uppbrot forma, sjónarhorn og litanotkun

Undirbúningur

  • Prenta út mynddæmi af listaverkum í anda kúbisma
  • Finna og prenta út nokkrar myndir í öðrum stíl, t.d. impressjónisma, expressjónisma, súrrealisma o.fl. (sjá undir Listasaga).

Efni – áhöld – hjálpargögn

  • Listaverkamyndir (póskort, eftirprentanir, útprentanir úr tölvu o.fl)
  • Sögulegt yfirlit yfir kúbisma
  • Tölvur
  • Karton
  • Kennaratyggjó o.fl.

Nafn sendanda

Sigrún Ólafsdóttir

Skóli

Borgaskóli

Gefðu verkefninu einkunn:

[ratings]

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemd