List miðalda

u.þ.b. 500-1500

Bayeaux Tapestry

Mynd sem sýnir hluta af Bayeux reflinum. Mynd af Wikimedia Commons.

Þegar talað er um miðaldir er yfirleitt átt við tímabilið frá 500 – 1500 e.Kr. Upphaf tímabilsins miðast við fall Rómaveldis og því lýkur þegar háendurreisnin tekur við í kring um aldamótin 1500.  Eftir fall Rómaveldis upphófust miklir þjóðflutningar í Evrópu. Þjóflokkar fluttu sig milli staða og leituðu að nýjum heimkynnum. Mörg smá konungsríki urðu til með lénsskipulagi og tilheyrandi uppbyggingu bæja og borga. Tímabilið 500 – 1000 e.Kr. einkenndist af mörgum stílum í list. Stílarnir runnu svo saman í gotneska stílinn á 11. og 12 öld. Gotneski stíllinn þróaðist uns endurreisnarlistin náði yfirhöndinni á 15. og 16. öld.

Tenglar:

Heimildir: