Barokk

u.þ.b. 1600-1700

Caravaggio_efasemdir_TomasarEfasemdir Tómasar eftir Caravaggio. Mynd af Wikimedia Commons.

Í kringum aldamótin 1600 komu fram í Róm listamenn sem vildu breytingar í listinni. Þá hafði endurreisnin og maníerisminn verið allsráðandi með sínum ströngu, fáguðu og klassísku einkennum.  Einn þessara listamanna var Caravaggio sem vildi mála atburði t.d. úr Biblíunni á eins raunverulegan og áþreifanlegan hátt og hann gat jafnvel þó útkoman vekti hrylling hjá áhorfendum. Hann var óhræddur við að sýna ljótleika og verk hans vöktu sterkar tilfinningar hjá áhorfendum. Hinn listamaðurinn var Carracci en hann vakti sterkar tilfinningar hjá áhorfendum með því að sýna angurværa fegurð og dramatík svo jaðraði við væmni.

Á sama tíma var kaþólska kirkjan að finna leiðir til að styrkja innviði sína og ímynd sem hafði dalað eftir siðaskiptin.  Meðan mótmælendakirkjan boðaði látleysi vildi kaþólska kirkjan stuðla að trúarlegri vakningu meðal fólks með íburðarmikilli, skrautlegri og kraftmikilli list og mikilfenglegum kirkjubyggingum.

Velázquez_las_MeninasHirðmeyjarnar eftir Velázquez. Mynd af Wikimedia Commons.

En það var ekki bara kaþólska kirkjan sem nýtti listina sér til framdráttar. Kaþólskir einvaldar höfðu listamenn við hirð sína til að sýna hve ríkir og voldugir þeir voru. Þar má t.d. nefna málara eins og Rubens, Velazquez og van Dyck.

Barokk stíllinn þróaðist á annan hátt í löndum mótmælenda t.d. í Hollandi sem fékk sjálfstæði í byrjun 16. aldar. Þar bar ekki mikið á íburðarmikilli trúarlegri list. Mannamyndir (portrett) urðu aftur á móti vinsælar meðal auðmanna s.s. kaupmanna sem höfðu auðgast á verslun við  nýlendur í Afríku og víðar.

Rembrandt_van_rijn-self_portrait

Sjálfsmynd eftir Rembrant. Máluð 1661. Mynd af Wikimedia Commons.

Hér ber hæst listamanninn Rembrant van Rjin. Líkt og Caravaggio fegraði hann ekki fólk en náði að sýna eðli þess og skapgerð. Að auki verður að nefna Jan Vermeer sem gerði m.a. málverkið af stúlkunni með perlueyrnalokkinn. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði og lengi eftir sinn dag en er nú mjög þekktur og mikilsvirtur málari.

Þrátt fyrir að stíll þeirra listmanna sem falla undir barokkstílinn séu ólíkur þá eiga þeir vissa grunnþætti sameiginlega s.s. ýktar andstæður milli ljóss og skugga, notkun sterkra lita og svipbrigða til að skapa dramatísk og leikræn áhrif, óhefðbundin og óvænt myndbygging sem skapar hreyfingu og kraft. Megintilgangur barokk-listamanna var að vekja sterkar tilfinningar hjá áhorfendum jafnvel ganga fram af þeim eða hrífa þá með í alsælu.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir: