Nýklassík

u.þ.b. 1750-1850

NÝKLASSÍSKUR og AKADEMÍSKUR STÍLL

Davis_Eidur_ HóratiusarbraedraEiður Hóratíusarbræðra eftir Jacques-Louis David. Mynd af Wikimedia Commons.

18. öldin hefur verið kölluð öld upplýsingarinnar og á þessu tímabili komu fram nýjar hugmyndir og uppgötvanir sem upplýstu menn um margt sem áður hafði verið óskiljanlegt. Þetta var tímabil þekkingaröflunar sem byggði á vísindalegum vinnubrögðum og skynsemi frekar en trú á yfirnáttúruleg öfl.

Eftir fornleifauppgröft í Pompei og fleiri stöðum á Ítalíu og Grikklandi var fornklassíski stíllinn endurskilgreindur þar sem menn vissu nú meira um hinar fornu hefðir en menn töldu sig vita á Endurreisnartímabilinu. Myndlist var einnig endurskilgreind og ekki lengur talin iðn sem málarar lærðu hjá lærimeistara heldur sérgrein sem kenna ætti í háskóla (akademíu). Stíll þessa tíma er því einnig kallaður akademískur stíll.

Davis_Napoleon4Napoleon fer um St. Bernard skarð eftir
Jaxques-Louis David. Mynd af Wikimedia Commons.

Sigur nýklassíska stílsins má einnig rekja til frönsku byltingarinnar. Byltingarmenn litu á sig sem frjálsa borgara endurborinnar Aþenu. Nýklassíkin varð m.a. stíll keisaradæmis Napóleons og hirðlistamaður byltingarinnar var Jacques-Louis David.

Myndefni nýklassíska og akademíska stílsins var sótt í sögulega atburði jafn sem samtíma atburði, hernaðarsigra og hetjur, goðsagnir og goðsagnapersónur (forngrískar og rómverskar).

Einn helsti listamaður nýklassíska stílsins var Jean Auguste Dominique Ingres.

Ingres,_Napoleon_on_his_Imperial_throne

Napóleon í hásæti sínu eftir Jean Auguste Dominique Ingres.
Mynd af Wikimedia Commons.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir: