Raunsæi

u.þ.b. 1850-1870

Árið 1848 hittist hópur listamanna í borginni Barbyzon í Frakklandi til að mála myndir í anda John Constable en hann vildi gera raunsannar landslagsmyndir.  Þessir málarar eru í dag kenndir við Barbyzon-skólann. Þar á meðal voru málararnir Camille Corot og Jean-Francois Millet.
Millet_Gleaners

Korntínslan eftir Jean-Francois Millet. Mynd af Wikimedia Commons.

Millet ákvað að hafa fólk við vinnu á myndum sínum. Að hafa fólk á landslagsmyndum var ekkert nýtt en að hafa vinnandi lágstéttarfólk í aðalhlutverki eins og á myndum Millet var nýjung sem olli fjaðrafoki. Á myndum hans voru menn og konur niðursokkin í vinnu sína (sjá t.d. Korntínslan). Það vottar ekki fyrir rómantík eða sveitasælu, aðeins blákaldur veruleiki bænda og vinnumanna. Þetta er eitt aðaleinkenni raunsæisstefnunnar sem var samofin vaxandi stétt verkafólks. Raunsæislistamennirnir fylgdu ekki ströngum reglum um myndbyggingu og pensilskrift og verk þeirra vöktu því sterk viðbrögð.

Gustave_Courbet_010Góðan daginn herra Courbet eftir Gustave Courbet. Mynd af Wikimedia Commons.

Stefnan fékk síðan nafn sitt árið 1855 þegar Gustave Courbet hélt sýningu í París sem hann kallaði Raunsæi. Verk Courbet hneyksluðu marga samtímamenn en hann vék aldrei frá sannfæringu sinni um að taka sannleikann fram yfir fegurðina (ekki ósvipað og Caravaggio gerði).  Listamaðurinn Edouard Manet aðhylltist einnig raunsæisstefnuna og hann átti síðan eftir að hafa mikil áhrif á listamenn sem kenndir eru við impressjónismann.

Manet_Morgunverdur_i_skoginumMorgunverðurinn í skóginum eftir Eduard
Manet
. Mynd af Wikimedia Commons.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir: