Rókókó

u.þ.b. 1700-1750

Antoine_Watteau_Astarljodid

Í byrjun 18. aldar kom fram í Frakklandi nýr stíll í innanhússkreytingum, húsgögnum, fatnaði og  myndlist. Þessi stíll nefnist rókókó og einkennist af íburðarmiklu en léttu og fínlegu skrauti. Rókókó stíllinn kom sem andsvar við ýktum og yfirgengilegum stíl barokksins.  Um þetta leyti blómstraði verslun við Kína og kínverskar vörur eins og silki og postulín voru vinsælar. Skreytistíll Kínverja, sem var léttur, flúraður og oft ósamhverfur, hafði áhrif á Rókókó stílinn.

Ástarljóðið eftir Jean-Antoine Watteau.
Mynd af
Wikimedia Commons.

Franski listmálarinn Watteau, sem vann við að skreyta viðhafnarsali aðalsmanna í Frakklandi, er talinn hafa þróað rókókó málverkið. Myndefnið er oftar en ekki fallega og skrautlega klætt aðalsfólk og hirðmeyjar sem njóta lífsins áhyggjulaus í draumkenndri sveitasælu.

Frægir rókókó-listamenn eru m.a. hinn franski Fragonard, Ítalinn Tiepolo og breski listmálarinn Gainsborough.

Franz_Anton_Bustelli_Liebesgruppe_1756Fragonard,_The_Swing Til vinstri: Elskendurnir, postulínsstytta eftir Franz Anton Bustelli. Mynd af Wikimedia Commons.
Til hægri: Rólan eftir Fragonard. Mynd af Wikimedia Commons.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

18. ÖLD – ÝMISLEGT

Heimildir: