Rómantík

u.þ.b. 1800-1860

Friedrich,_Caspar_David_-_Morning_in_the_Mountains

Morgunn í fjöllunum eftir Caspar David Friedrich. Mynd af Wikimedia Commons.

Rómantík er menningar- og listastefna sem verður vart í Evrópu í lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Hún þróaðist meðfram og gegn nýklassíkinni, upplýsingastefnunni og iðnbyltingunni. Hún kemur fram í bókmenntum og listum þar sem listamenn líta til baka í menningararf hinna dularfullu miðalda fyrir tíma endurreisnar og upplýsingar. Samband manns við náttúruna er mikilvægt svo og þjóðlegir siðir og venjur. Hugmyndir um þjóðríki og þjóðtungu sameinuðu borgarana og efldi þjóðerniskennd þeirra. Þjóðsögur og ævintýri fyrri tíma voru skráð og gefin út. Rómantíkin átti ekki að upplýsa fólk heldur hrífa það með og vekja tilfinningar og mikill áhugi var á öllu sem var dularfullt, framandi og fjarlægt.

Myndefnið í myndlistinni átti að vekja ljóðræn hughrif og er því oft náttúran og náttúruöflin (sjá t.d. mynd William Turner: Þrælaskipið), dulræn og trúarleg fyrirbæri (sjá t.d. mynd William Blake: Ancient of Days) eða framandi fyrirbæri og hryllingssögur (sjá t.d. mynd Francisco Goya: Satúrn gleypir son sinn).
Myndefnið átti einnig að efla jafnrétti og bræðralag (sjá mynd Delacroix: Frelsið leiðir fólkið) eða vekja sterkar tilfinningar eins og skipsbrotsmennirnir á mynd Géricault af Medúsuflekanum en báðar þessar myndir eru af samtímaatburðum þ.e. atburðum sem gerðust í tíð málaranna sem máluðu þær.

John_ConstableHús aðmírálsins í Hampshed eftir  John
Constable
. Mynd af Wikimedia Commons.

Aðrir listamenn sem máluðu í rómantískum stíl eru m.a. Bretinn John Constable og Þjóðverjinn Caspar David Friedrich.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

ÍSLENSKIR RÓMANTÍSKIR LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir: