Impressjónismi

u.þ.b. 1860-1880

Renoir_Le_Moulin_de_la_Galette

Dansað í Moulin de la Galette (1876) eftir Renoir. Mynd af Wikimedia Commons.

Iðnbyltingin á 18. og 19. öld hafði í för með sér miklar framfarir s.s. vélvæðingu, tækninýjungar, uppfinningar o.fl. Meðal uppfinninga frá þessum tíma eru gufuvélin, saumavélin, rafmagnið og ljósmyndatæknin. Ljósmyndatæknin sem þróaðist hratt á 19. öld leiddi til þess að raunsæ túlkun listamanna á viðfangsefnum sínum varð óþörf. Einnig komu fram á sjónarsviðið olíulitir í túbum sem gerði listamönnum kleift að vinna utan dyra og mála myndirnar meðan þeir horfðu á viðfangsefnið. Áður höfðu listamenn oftast unnið skissur úti en fullunnið myndirnar síðan í vinnustofum sínum.

Impressjónisminn hófst í raun með Edouard Manet og félögum hans sem uppgötvuðu

„að utandyra sjái menn ekki hvern hlut með sínum ákveðna lit heldur bjart samspil litatóna sem renna saman í augum þeirra eða öllu heldur í heilanum. (Gombrich, E.H., 1997, bls. 513-514).

Verk Manet hneyksluðu íhaldssama listamenn og árið 1863 var honum meinað að sýna á hinni opinberu „Salon sýningu í París.

Monet_Impression_soleil_levant_1872

Impressjón, sólarupprás (1872) eftir Claude Monet. Mynd af Wikimedia Commons.

Einn félaga Manet var Claude Monet sem sagði að málverk af náttúrunni ætti að fullvinna á staðnum. Þar sem Monet og félagar hans áttu erfitt með að fá verk sín sýnd á Salóninum þá héldu þeir eigin sýningu árið 1874. Þar sýndi Monet myndina Impressjón: sólarupprás (Impression: Soleil levant). Gagnrýnandi einn sem sá myndina uppnefndi listamennina á sýningunni með því að kalla þá Impressjónista og nafnið festist við þá og listastefnu þeirra. Þeir þóttu ekki hafa nægilega þekkingu til að búa til almennileg málverk og að verk þeirra væru handahófskenndar skellur á striga. Myndefnið þótti líka ekki nógu „myndrænt.

pissarro-haymakers-rest

Hvíld frá heyskapnum (Haymakers Resting) eftir Pissarro. Mynd af WebMuseum.

Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utan dyra. Þess vegna notuðu þeir litina nánast beint úr túbunum, óblandaða og máluðu á strigann í stuttum, hröðum strokum og blönduðu litunum sjaldnast eftir að þeir voru komnir á strigann. Þeir höfðu uppgötvað að augað sá um að blanda litunum saman þannig að myndin virtist fanga liti og birtu viðfangsefnisins. Ef verk impressjónista eru skoðuð úr fjarlægð virðast þau afar raunsæ og lifandi en þegar komið er nær sést að það sem virðist vera blóm eða tré er í raun aðeins samansafn litaklessa í mismunandi litatónum. Impressjónistar voru gagnrýndir fyrir það hvernig þeir unnu og fólki fannst myndir þeirra líta út fyrir að vera ófullgerðar.

Helstu einkenni impressjónismans eru:

  • margbreytileiki birtunnar og áhrif hennar á litblæ viðfangsefnisins
  • sýnilegar/grófar pensilstrokur
  • óskýrar útlínur forma
  • notkun hreinna litatóna
  • myndefni úr daglegu lífi
  • óhefðbundin myndbygging/óvenjuleg sjónarhorn
  • myndir oftast málaðar úti
  • málverkið þarf ekki að vera nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni.

Impressjónisminn varð bæði vinsæll og viðurkenndur á þeim 20 árum sem hann spannaði.  Með impressjónismanum varð sköpunarferlið og túlkun listamannsins á myndefninu mikilvægara en myndefnið sjálft. Menn fóru að skoða yfirborð listaverksins, áferð og litanotkun í stað þess að hverfa inn í sýndarveruleika skapaðan með hefðbundnum fjarvíddaráhrifum.

Impressjónisminn markar upphaf tímabils í menningar- og listasögunni sem kallast módernismi (nútími, nútímalist). Helstu listamenn stefnunnar voru Monet, Rénoir, Sisley, Pissarro og Mary Cassatt sem var amerísk.

Tenglar:

LISTAMENN (í tímaröð):

Heimildir:

IMPRESSJÓNISMI


Claude Monet, Impression, soleil levant, 1872
Oil on canvas, 48 x 63 cm – Musee Marmottan, Paris
(Mynd af Wikimedia Commons)

Um miðja 19. öld voru miklar breytingar í gangi í Evrópu. Má þar nefna iðnbyltinguna með öllum sínum nýju uppfinningum. Tilkoma ljósmyndatækninnar gerði raunsæja túlkun listamanna á viðfangsefninu óþarfa. Á þessum tíma komu einnig fram olíulitir í túbum sem gerði listamönnum kleift að vinna utandyra og mála myndirnar meðan þeir horfðu á viðfangsefniðÁður höfðu listamenn unnið skissur utandyra en fullunnið myndirnar í vinnustofum sínum.

Impressjónisminn hófst í raun með Edouard Manet og félögum hans sem uppgötvuðu

“að utandyra sjái menn ekki hvern hlut með sínum ákveðna lit heldur bjart samspil litatóna sem renna saman í augum þeirra eða öllu heldur í heilanum.” (Gombrich, E.H., 1997, bls. 513-514).

Verk Manet hneyksluðu íhaldssama listamenn og árið 1863 var honum meinað að sýna á hinni opinberu “Salon” sýningu í París.

Einn félaga Manet var Claude Monet sem sagði að málverk af náttúrunni ætti að fullvinna á staðnum. Þar sem félagar Monet áttu erfitt með að fá verk sín sýnd á Salóninum þá héldu þeir eigin sýningu árið 1874. Þar sýndi Monet myndina Impressjón: sólarupprás (Impression: Soleil levant). Gagnrýnandi einn sem sá myndina uppnefndi listamennina á sýningunni með því að kalla þá Impressjónista og nafnið festist við þá og listastefnu þeirra. Þeir þóttu ekki hafa nægilega þekkingu til að búa til almennileg málverk heldur væru verk þeirra handahófskenndar skellur á striga. Myndefnið þótti líka ekki nógu “myndrænt”.

Stefna Impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utandyra. Þess vegna notuðu þeir litina nánast beint úr túbunum, óblandaða og máluðu á strigann í stuttum, hröðum strokum og blönduðu litunum sjaldnast eftir að þeir voru komnir á strigann. Þeir höfðu uppgötvað að augað sá um að blanda litunum saman þannig að myndin virtist fanga liti og birtu viðfangsefnisins. (Þetta sést ekki vel á eftirprentunum eða á vefnum en sést t.d. vel í bókinni Lilja í garði málarans.) Ef verk Impressjónista eru skoðuð úr fjarlægð virðast þau afar raunsæ og lifandi en þegar komið er nær sést að það sem virðist vera blóm eða tré er í raun aðeins samansafn litaklessa í mismunandi litatónum. Impressjónistar voru gagnrýndir fyrir það hvernig þeir unnu og fólki fannst myndir þeirra líta út fyrir að vera ófullgerðar.

Helstu einkenni Impressjónismans eru:

· sýnilegar/grófar pensilstrokur

· margbreytileiki birtunnar og áhrif hennar á litblæ viðfangsefnisins

· óskýrar útlínur forma

· notkun hreinna litatóna

· myndefni úr daglegu lífi

· óhefðbundin myndbygging/óvenjuleg sjónarhorn

· myndir oftast málaðar úti

· málverkið þarf ekki að vera nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni.

Impressjónisminn markar upphaf tímabils í menningar- og listasögunni sem kallast Módernismi (Nútími, Nútímalist). Helstu listamenn stefnunnar voru Monet, Rénoir, Sisley, Pissarro og Mary Cassatt sem var amerísk.

Tenglar:

IMPRESSJÓNISMI

TÆKNI IMPRESSJÓNISTA:

VERKEFNI:

LISTAMENN:

Heimildir:

· Claude Monet (2009). Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Claude_Monet

· Edouard Manet. (2009). Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Manet

· Gombrich, E.H.. (1997). Saga listarinnar (16. útgáfa), (Halldór Björn Runólfsson), (bls. 513-521). Reykjavík: Mál og menning. (1995).

· Guðmundur Ármann Sigurjónsson. (22.05.2009). Verkmenntaskólinn á Akureyri, Listir og menning 103, Glósur orðskýringar. Verkmenntaskólinn á Akureyri. http://kennarar.vma.is/garmann/lim103/Hugtok.htm

· Impressionism. (2009). Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Impressionism

· ©2007 SANFORD, A Newell Rubbermaid Company. Impressionism. A Lifetime of Color. http://www.alifetimeofcolor.com/main.taf?p=3,1,3,11

· Snowbear. (2004). Myndlist: Impressionismi 1870 – 1900. Hugi.is. http://www.hugi.is/myndlist/articles.php?page=view&contentId=1580304