Kúbismi

u.þ.b. 1907-1920

Picasso-Stulkurnar-fra_AvignonStúlkurnar frá Avignon (1907) eftir Picasso. Mynd af Wikipedia.

Málverkið hér til hliðar, Stúlkurnar frá Avignon (Les Demoiselles d’Avignon), var málað 1907 af Pablo Picasso og er talið með fyrstu verkum í kúbískum anda.

Kúbismi er listastefna sem kom fram í kringum 1907 og varaði til u.þ.b. 1920. Á ensku heitir stefnan Cubism og er dregið af orðinu „cube“ sem þýðir teningur eða kassi. Upphafsmenn hennar voru Georges Braque og Pablo Picasso. Picasso var mjög hæfileikaríkur og kom það fram strax á unga aldri. Hann varð langlífur og málaði í kúbískum anda aðeins hluta af löngum ferli sínum.

Þeir Picasso og Braque voru undir sterkum áhrifum frá síð-impressjónistanum Paul Cézanne og aðferðum hans þ.e. að skoða náttúruna með kúlur, keilur og sívalninga í huga. Einnig var Picasso heillaður af frumstæðri list, sérstaklega afrískum grímum en helsta einkenni þeirra er notkun einfaldra forma eins og grunnforma til að túlka andlit og svipbrigði.

Einkenni Kúbismans er að myndefnið er einfaldað og  brotið upp í rúmfræðileg form sem jafnvel eru sýnd frá fleiru en einu sjónarhorni (minnir á reglur Forn-Egypta).  Kúbistar leystu sem sagt myndefnið upp í marga formhluta sem áhorfandinn átti síðan að setja saman eða púsla saman í huganum. Þess vegna var myndefni kúbistanna yfirleitt hversdagslegir hlutir sem auðvelt var að þekkja. Á myndum þeirra eru oft fiðlur og gítarar, uppstillingar með skálum og ávöxtum en líka fólk og landslag eins og mynddæmin undir tenglunum hér fyrir neðan sýna.

Tenglar:

MYNDIR OG MYNDDÆMI:

LISTAMENN (í tímaröð):

Íslenskir listamenn sem hafa m.a. unnið verk undir áhrifum kúbisma:

Heimildir:

  • Gombrich, E.H.. (1997). Saga listarinnar (16. útgáfa), (Halldór Björn Runólfsson), (bls. 573-577). Reykjavík: Mál og menning. (1995).