Abstrakt

frá u.þ.b. 1910

n04948_9 Kósakkar (Cossacks 1910-11) eftir Kandinski. Mynd frá Tate Collection. Abstrakt list þýðir óræð eða óhlutbundin list þ.e. hún líkir ekki eftir raunverulegum fyrirmyndum eða hlutum og myndefnið skiptir minna máli en framsetning lita og forma (myndbygging).  Abstraktlistin þróaðist aðallega út frá liststefnunum expressjónisma og kúbisma. Expressjónistinn Kandinsky er talinn hafa ýtt abstraktlistinni úr vör í kringum 1910 með myndinni Kósakkar. Kandinsky lagði áherslu á tjáningu (expression) með rúmfræðilegum og lífrænum formum og línum og með hreinum/tærum litum en hann taldi liti geta haft svipuð áhrif á sálarlífið og tónlist. Kúbistarnir Picasso og Braque vildu ekki sýna hluti eins og þeir raunverulega litu út heldur með því að brjóta upp og einfalda form þeirra (t.d. sýna þá frá mismunandi hliðum) og raða formunum aftur á myndflötinn. Þessi áhersla á einföldun forma og myndbyggingu hafði áhrif á listamenn eins og Piet Mondrian sem notaði beinar línur og hreina liti (frumliti) í myndverk sín eins og  t.d. Composition í rauðu, bláu og gulu (Wikipedia). Hann er talinn hafa lagt grundvöllinn að því sem kallast geómetrísk abstraktlist. Abstraktið þróaðist og eftir seinni heimsstyrjöldina kom fram listastefna í New York sem kallast expressjónísk abstraktlist. Upphafsmaður hennar er talinn vera Jackson Pollock sem var undir áhrifum súrrealisma en þróaði málverk sitt í það sem kallað er skyndimálun (Action Painting). Eins og hjá súrrealistum átti sköpunin að koma úr undirmeðvitundinni en í stað þess að mála hálfraunsæjar táknmyndir lagði hann strigann á gólfið og sletti málningunni á hann á ósjálfráðan hátt eins og sjá má á myndinni Full Fathom Five frá 1947 (Museum of Modern Art).

Tenglar:

GEÓMETRÍSK ABSTRAKLIST

ABSTRAKT EXPRESSJÓNÍSK LIST

SÍÐ-MALERÍSK ABSTRAKT LIST (Post-painterly Abstraction)

LISTHÓPAR

LISTAMENN (í tímaröð):

ÍSLENSKIR LISTAMENN (í stafrófsröð):

Heimildir