Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Krabbadýr > Bogkrabbi


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Bogkrabbi er mjög algengur krabbi í íslenskum fjörum. Bolur hans er kubbslegur, oftast um 6 cm á lengd og um 9 cm á breidd. Augun eru fyrir miðju fremst á bolnum og milli þeirra er afar stutt trjóna. Sitt hvorum megin við augun er framhlið skjaldarins skörðótt. Fremstu fæturnir eru kröftugir og enda í gripklóm. Bogkrabbar nota 8 fætur til gangs. Íslenskir bogkrabbar eru oftast dökkir á lit að ofan, brún- eða grænleitir en kviðurinn er mun ljósari.

Búsvæði
Bogkrabbar finnast víða á grunnsævi og í fjöru, jafnt sandfjörum sem klettafjörum og í þaraskógi. Algengast er að sjá þá í grýttum þangfjörum þar sem þeir leynast í þanginu og undir grjóti.

Fæða
Bogkrabbi er rándýr sem veiðir og étur mörg önnur fjörudýr svo sem skelfisk, burstaorma og smærri krabbadýr.

Myndband á Fjöruvefnum