Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Áttfætlur > Sækönguló


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Sæköngulær eru afar sérkennileg sjávardýr sem þrátt fyrir nafn sitt eru ekkert skyldar köngulóm á landi. Þær líkjast þeim þó nokkuð þar sem þær hafa fremur lítinn bol og afar langa og liðskipta fætur sem eru oftast 8 talsins en sumar sæköngulær hafa 10 eða jafnvel 12 fætur. Þær eru flestar mjög smávaxnar en sumar tegundir hafa ílangt höfuð. Flestar eru hvítar en rauðleitar tegundir eru einnig til.

Búsvæði
Sæköngulær eru algengastar á grunnsævi þó til séu tegundir sem lifa á miklu dýpi í sjónum. Í fjörunni er algengast að finna þær í djúpum pollum eða mjög neðarlega í fjörunni í flæðarmálinu. Þær felast vel innan um þang og annan sjávargróður.

Fæða
Flestar sæköngulær eru rándýr sem éta meðal annars holdýr, svampa og burstaorma.