Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Krabbadýr > Þanglús


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Þanglýs eru fremur smá flatvaxin krabbadýr sem geta orðið allt að 2-3 cm á lengd. Þær eru mjög algengar í íslenskum þangfjörum og falla vel að umhverfinu því þær eru oftast mosagrænar eða brúngular á lit. Liðskiptingin á bolnum er mjög greinileg. Afturbolurinn endar í sérkennilegum hala sem er mismunandi í laginu milli tegunda. Sumar tegundir hafa mjög áberandi hvíta flekki á bakinu.

Búsvæði
Þanglýs finnast nær eingöngu í gróskumiklum þangfjörum, einkum í fjörunni miðri á bóluþangi, klóþangi og sagþangi.

Fæða
Þanglýsnar nýta sér einkum þangið sem þær lifa á, ýmist beint eða með því að veiða og éta smásæ dýr eða þörunga sem sitja á því.

Annað
Þanglýs eru skyldar grápöddum sem eru krabbadýr á þurru landi.