Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Krabbadýr > Trjónukrabbi


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Trjónukrabbar eru algengir krabbar og geta orðið stórir, eða 10 cm á lengd og um 8 cm á breidd. Perulaga skjöldurinn sem hylur bolinn er gænleitur. Trjónan milli augnanna er áberandi og fæturnir eru langir og fremur fíngerðir.

Búsvæði
Trjónukrabbar finnast jafnt í sand- sem grjótfjörum, einkum innan um þang og stórgrýti. Þeir geta fundist allt niður á 50 m dýpi.

Fæða
Líkt og aðrir stórir krabbar eru trjónukrabbar rándýr og éta smærri fjörudýr.

Annað
Oft eru trjónukrabbarnir þaktir öðrum lífverum og virka stundum loðnir. Þessar ásætur eru smávaxnir þörungar, hveldýr, ormar í skel o.fl.