Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Lindýr > Hjartaskel


Teikning
Lýsing
Hjartaskelin er gulhvít og þykk. Hún er nærri því hringlaga með um 25 grófir sem liggja samsíða út að rönd skeljarinnar. Hjartaskeljar geta orðið allt að 5 cm langar og álíka breiðar.

Búsvæði
Hjartaskeljar finnast gjarnan í sand- og leirfjörum. Þær grafa sig lítið eitt ofan í sandinn, sjaldan meira en 5 cm. Algengast er að sjá þær innst í skjólgóðum víkum þar sem brim er lítið.

Fæða
Lífrænar agnir sem eru í sandinum.