Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Lindýr > Klettadoppa


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Klettadoppa er smávaxinn snigill sem er mjög algengur í fjörum. Kuðungurinn getur orðið 1,2 cm hár og er álíka breiður og hann er hár. Skelin er fíngerð og kuðungurinn með þrjá snúninga. Margvísleg litabrigði eru til og á sama steininum má finna gráa, hvíta, græna, gula, rauða og röndótta kuðunga. Algengasti liturinn er dökkgrár

Búsvæði
Klettadoppur finnast ofarlega í fjörum, einkum grýttum fjörum en einnig á grjótgörðum fyrir ofan sand- og leirfjörur. Þær sitja í tugatali utan á steinum og inni í glufum og sprungum og eru auðfinnanlegar.

Fæða
Klettadoppur eru jurtaætur og nærast einkum á þörungum.

Annað
Klettadoppur í brimasömum fjörum eru kúptari að lögun og með víðara op sem fóturinn kemur út um heldur en klettadoppur í skjólgóðum fjörum. Þetta endurspeglar líklega aðlögun til þess að geta staðið af sér brimið.