Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Lindýr > Þangdoppa


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Þangdoppur eru smávaxnir sniglar, töluvert breiðari en þeir eru háir og eru því snúningar á kuðungi fremur litlir. Þær eru álíka stórar og klettadoppan. Þangdoppur eru oftast grágrænar að lit en gulari og dekkri afbrigði finnast.

Búsvæði
Þangdoppur finnast nær eingöngu þar sem þang vex í grýttum fjörum. Þær sækja einkum í klóþang, bóluþang og sagþang. Þær eru því algengastar um miðbik og neðri hluta fjörunnar.

Fæða
Þangdoppur eru jurtaætur og nærast á þangi og öðrum þörungum.