Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Lindýr > Nökkvi


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Nökkvar eru sérkennileg lindýr sem eru í sjónum en ekki á landi. Þeir eru nokkuð algengir í íslenskum fjörum. Nökkvar eru flestir mjög smávaxnir (1–2 cm á lengd) með sérkennilega skel sem skiptist í 8 aðskildar plötur. Þar sem plöturnar eru aðskildar geta nökkvarnir sveigt sig nokkuð. Það sést t.d. vel ef þeir eru losaðir af steinum því þá hnipra þeir sig saman og mynda litla kúlu. Nökkvar eru yfirleitt brúnir að lit og falla því vel að umhverfinu innan um þang og annan þörungagróður.

Búsvæði
Nökkvar festa sig kirfilega við grjót, þarastilka og aðrar kjölfestur í fjöru og hreyfa sig hægt á milli staða og þá einkum á flóði.

Fæða
Nökkvar eru fyrst og fremst jurtaætur og éta þá aðallega þörunga en einnig nærast þeir á mosadýrum og öðrum mjög smáum dýrum.