Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Holdýr > Sæfífill


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Sæfíflar tilheyra holdýrum. Þeir eru eins og sekkur eða poki í laginu og festa sig við undirlagið með hringlaga fæti. Efri hlutinn er þakinn örmum allan hringinn sem grípa fæðu og flytja hana að munnopinu sem er staðsett ofan við miðjuna. Sæfiflar geta orðið nokkuð stórir þó þeir sem finnist í fjörum séu sjaldnast stærri en 5 cm í þvermál. Á meira dýpi geta þeir orðið allt að þrefalt stærri. Þeir eru oftast fölhvítir en gul og rauð litbrigði eru ekki óalgeng.

Búsvæði
Sæfiflar þurfa fast undirlag og sitja því oftast á steinum en eiga einnig til að setjast á stóra kuðunga og önnur skeldýr. Þeir finnast einkum í pollum eða neðst í fjöru og þola illa langvarandi þurrk. Ef þeir lenda ofan sjávar eða ef styggð kemur að þeim draga þeir sig saman í hnapp og draga armana inn.

Fæða
Sæfíflar eru rándýr sem grípa og lama bráð sína sem getur verið allt frá sniglum og burstaormum til smávaxinna fiska.

Myndband á Fjöruvefnum