Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Holdýr > Marglytta


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Marglyttur eru auðþekkjanleg sjávardýr og best þekktu holdýrin. Þær geta verið mjög mismunandi að stærð. Þær stærstu hérlendis verða allt að 30 cm í þvermál. Allar eru þær glærar eða fölhvítar á lit með kringlóttan, hlaupkenndan líkama sem er mjög einfaldur að gerð. Margar marglyttur hafa langa anga sem lafa niður úr líkamanum. Í öngunum eru stingfrumur sem skjótast inn í bráð og hvað annað sem snertir þá.

Búsvæði
Marglyttur láta sig fljóta með hafstraumum og eru því fyrst og fremst útsjávardýr. Einnig finnast þær gjarnan í fjörum, bæði lifandi í pollum og í sjávarmálinu, sem og reknar á ströndinni. Gæta þarf varkárni við meðhöndlun þeirra því það getur verið sárt að stinga sig á stingfrumunum.

Fæða
Marglyttur eru rándýr sem veiða smáa fiska og önnur sjávardýr.

Myndband á Fjöruvefnum