Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Skrápdýr > Sæbjúga


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Sæbjúgu eru með furðulegri dýrum sem finna má í fjörunni. Þau eru skrápdýr en ólíkt krossfiskum, ígulkerjum og slöngustjörnum er líkaminn ílangur og sívalur og minnir, eins og nafnið bendir til, á bjúga. Húð sæbjúgans er fremur leðurkennd en einstaka tegundir hafa litlar, harðar skelplötur í húðinni. Sæbjúgu hérlendis eru oftast dökk að lit, brún eða bláleit. Sæbjúgu sem finnast í fjörum eru sjaldan mikið stærri en 10 cm að lengd en á meira dýpi geta þau orðið töluvert stærri.

Búsvæði
Sæbjúgu eru botndýr sem finnast einstöku sinnum í fjörum og þá yfirleitt í pollum eða við sjávarmálið. Þau þola illa þurrk.

Fæða
Sæbjúgu eru oftast hræætur sem éta rotnandi leifar annarra lífvera á sjávarbotninum. Sumar tegundir lifa á svifi.