Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Fiskar > Sprettfiskur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Sprettfiskar eru smávaxnir, langir og þunnvaxnir fiskar sem minna við fyrstu sýn á litla ála. Þeir eru oftast gulbrúnir en geta orðið appelsínugulir og jafnvel rauðir. Bakugginn er langur en ekki mjög hár, undir honum er röð 9-15 díla sem eru einkennandi fyrir sprettfiska. Þeir geta orðið 20 cm langir.

Búsvæði
Sprettfiskar dvelja nálægt botninum á miklu grunnsævi og í pollum og lænum í grýttum þangfjörum.

Fæða
Sprettfiskar éta ýmis smærri fjöru- og grunnsævisdýr svo sem orma og krabbadýr.

Myndband á Fjöruvefnum