Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Burstormar > Hreisturbakur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Hreisturbakur og skyldar tegundir eru sérkennilegir burstaormar því þeir eru breiðir og minna ekki mikið á orma. Þeir eru með áberandi bursta sem standa út úr hverjum lið. Þeir eru með hreisturplötur sem liggja eftir endilöngu bakinu. Þeir geta orðið 4 cm á lengd.

Búsvæði
Hreisturbakar eru neðarlega í grýttum fjörum, undir steinum.

Fæða
Hreisturbakar eru virk rándýr sem elta uppi bráð sína sem eru önnur smádýr í fjörunni.