Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Burstormar > Sandmaðkur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Sandmaðkur er stórvaxinn burstaormur. Fullvaxinn getur hann orðið allt að 20 cm langur. Hann er einnig fremur breiður og þykkur eða allt að 3 cm að þykkt. Líkami sandmaðksins er liðskiptur líkt og hjá ánamaðki. Höfuðið er sótrautt og ber enga fálmara eða bursta. Miðhlutinn er breiðastur og rauðleitur og eru burstar á hliðunum ásamt fjaðurlaga tálknum. Afturendinn er fremur þunnur og gulleitur.

Búsvæði
Sandmaðkar grafa sig ofan í sand og leir þar sem öldurót er ekki of mikið. Þeir mynda sér U-laga holu. Ummerki um sandmaðkana sjást mjög vel á yfirborðinu því þeir skilja eftir sig sérkennileg hrúgöld þeim megin sem afturendinn er. Við framendann sést gjarnan eilítil dæld. Grafa þarf sandmaðkana upp til að ná þeim og þarf að hafa hraðar hendur því þeir eru fljótir að bora sig neðar í sandinn.

Fæða
Sandmaðkurinn hegðar sér líkt og ánamaðkurinn því hann étur sig svo að segja í gegnum umhverfi sitt og nýtir lífræn efni í því sem næringu.