Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Burstormar > Flækjubendill


Teikning
Lýsing
Flækjubendill er skrýtið dýr, rauðbrúnt á lit eða appelsínurautt. Hann er burstaormur, með bursta á hverjum lið en auk þeirra er hann með fjölda langra þráða sem koma út úr hliðum líkamans, mest framan til. Þessir þræðir eru tálkn. Hann getur orðið 10 cm á lengd. Á höfðinu eru 4 til 8 stór svört augu . Á fyrsta liðnum eru allt að 16 fæðuarmar.

Búsvæði
Flækjubendillinn finnst oftast í grýttum fjörum, undir steinum í leðju.

Fæða
Flækjubendillinn étur lífrænar leifar.

Annað
Við fyrstu sýn virðist ormurinn vera slepjuleg rauðleit klessa en þegar tekið er í hana kemur þetta furðudýr í ljós. Best er að skoða hann í vatni (sjó) svo allir angarnir fái að njóta sín.