Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Önnur smádýr > Svampur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Svampar eru afar sérkennileg dýr . Þeir eru mjög frumstæðir og hafa óreglulega líkamslögun ólíkt nær öllum öðrum dýrum. Þeir eru nær alltaf botnfastir og færa sig aldrei um set. Líkamsgerðin er líka einföld því frumur eru frekar lítið sérhæfðar. Líkaminn er mjúkur en einnig fullur af hörðum kalknálum sem eru til stuðnings og varnar. Svampar í íslenskum fjörum eru oftast skærgulir og því mjög áberandi en einnig eru til grænleitar og brúnleitar tegundir og eru sumar nokkuð mjúkar en aðrar harðari viðkomu. Flestir mynda nokkurs konar mottur þar sem mjög margir einstaklingar lifa saman.

Búsvæði
Svampar eru algengir í fjörum og þekja gjarnan grjót. Aðrar tegundir svampa finnast í pollum.

Fæða
Svampar sía fæðu beint upp úr sjónum og er hún fyrst og fremst smásæ svifdýr og svifþörungar.