Rataskel


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Rataskel er sérkennileg skel sem er algeng í köldum sjó. Skelin er ílöng og fremur mjó þó annar endinn sé eilítið þykkari. Þær geta orðið 3 cm langar. Lögun skeljarinnar er fremur óregluleg og er algengt að finna einstaklinga sem eru nokkuð ólíkir í útliti. Rataskeljar eru oftast gráhvítar en geta verið dekkri eða með dekkri rákum.

Búsvæði
Rataskeljar geta borað sig inn í nokkuð hart grjót og fest sig þar með sterkum þráðum. Þær finnast því gjarnan í grýttum fjörum og þar sem mikið er um þang.

Fæða
Rataskel síar fæðu úr sjónum, einkum smásæ svifdýr og svifþörunga.