Hveldýr


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Hveldýr eru afar smávaxin holdýr sem mynda sambýli í sjó. Sambýlin geta orðið nokkuð stór en þau sem finnast í íslenskum fjörum eru frekar lítil. Þau eru greinótt og minna á rauðþörunga eða annan fjörugróður en eru gjarnan hörð viðkomu. Hver einstaklingur í sambýlinu er afar smár, sumir eru sérhæfðir til að grípa fæðuagnir úr sjónum en aðrir til æxlunar.

Búsvæði
Sambýli hveldýra vaxa á þörungum eða hörðu undirlagi í fjörum, einkum í pollum eða neðst í fjörum þar sem sjór er yfir öllum stundum.

Fæða
Hveldýr, líkt og önnur holdýr, hafa stingfrumur sem geta lamað smávaxna bráð sem er einkum smávaxin krabbadýr, frumdýr og önnur svifdýr í sjó. Armar hveldýra eru þaktir stingfrumum og þegar bráðin lamast grípa armarnir hana og færa hana til munnopsins.